Að lifa með geðsjúkdóma Eymundur L. Eymundsson skrifar 13. janúar 2021 14:01 Hæ, ég heiti Eymundur Eymundsson og er fæddur 1967. Ég er Akureyringur og glími við geðsjúkdóma en ég er ekki geðsjúkdómarnir frekar að sú manneskja sem glímir við gigtarsjúkdóm er ekki gigtarsjúkdómurinn. Ég er bara ágætur drengur með mínar tilfinningar einsog hver annar sem vil láta gott af mér leiða eins og margir aðrir. Ég hef búið á Akureyri mestalla mína ævi utan við þrjú ár í Reykjavík. Vonina fékk ég í fyrsta skipti þegar ég var á verkjasviði á Kristnesi 2005 eftir að hafa fengið fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef nýtt mér hjálpina með heimilislækni, SÁÁ, Starfsendurhæfingu Norðurlands, geðdeild SAk, þrisvar á geðsviði Reykjalundar eða samtals fjóra mánuði og fór þar í gegnum hugræna atferlismeðferð og núvitund. Ég glími við slitgigt, síþreytu og króníska verki eftir þrjár mjaðmaliðaskiptingar á 19 árum. Ég fæ góða hjálp og fer reglulega á Heilsustofnun í Hveragerði til að halda mér gangandi. Frá 2009 til 2012 átti ég heima í Reykjavík og var í félagasamtökum sem heita Hugarafl. Í desember 2012 fór ég í viðtal á RÚV sjónvarpi þar sem ég var að afhenda þingmönnum bókina Geðveikar batasögur 2 sem Hugarafl gaf út en ég er með eina sögu þar. Við vorum þrjú sem fórum úr Hugarafli niður á alþingi og RÚV sjónvarp var á staðnum og vildi viðtal en ég var að flytja þremur dögum seinna til Akureyrar. Ég hafði aldrei áður farið í viðtal um mitt líf og mína geðsjúkdóma. Þið getið rétt ýmyndað ykkur hvað þetta var mikil áskorun að fara í viðtal sem sýnt var í sjö fréttum á rúv og vera svo að flytja þrem dögum seinna í heimabæinn. Í samfélagi eins og Akureyri stjórnumst við oft af samfélaginu og að það sé ekki kúl að tala um andleg veikindi. Ég var hinsvegar feginn eftirá að hafa farið í viðtalið til að segja frá mínum geðsjúkdómum þótt það hafi verið mjög erfitt. En einhvern veginn þarf að þora að tala um það sem hefur verið þagað um vegna fáfræði og þetta gerist ekki að sjálfu sér. Fáfræði skapar fordóma Ég tók svo þátt í að stofna Grófina með fagfólki og notendum þegar ég kom norður. Ég hafði góða reynslu af því að vinna með bata og valdeflingarmódel á jafningagrunni frá Hugarafli. Í Hugarafli vinna notendur og fagfólk saman og hafði ég séð marga náð góðum árangri og þar á meðal mig. Í Hugarafli voru fyrirmyndir og það var óþarfi að finna upp hjólið og fyrst að þetta var hægt í Reykjavík afhverju ekki á Akureyri? Að notendur geti unnið með fagfólki á jafningargrunni var alveg nýtt hér á Akureyri og bærinn ekki alveg að kaupa þetta til að byrja með. Fólk sem hefur persónulega reynslu af geðsjúkdómum og hafa náð góðum bata geta miðlað af sinni reynslu hvað hjálpaði og hvaða hjálp þau hafa fengið en líka hvað hjálpaði ekki Maður spyr sig afhverju er maður með fordóma og dæmir það sem maður þekkir ekki? Jú maður hefur alist upp í samfélagi og umhverfi þar sem þekking á svo mörgu var ekki til. Fáfræði skapa fordóma en ég var með fordóma og taldi að geðveikt fólk væri eins og sýnt er í bíómyndum og í fréttatengdu efni. Ég hef trú á að ansi margir þarna úti séu frekar hræddir við að taka skrefið til að vinna með sína geðsjúkdóma. En því fylgir mikið frelsi gagnvart umhverfinu og sjálfum sér að maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að glíma við sjúkdóm. Ég hef séð fólk ná góðum árangri þegar það hefur gefið sér tíma til að vinna í sjálfu sér og það er ekki að ósekju þegar sagt er að góðir hlutir gerast hægt. Ég hef lært að geðsjúkdómar eru ekki eins og er sýnt er í bíómyndum og ég er ekki síðri en hver önnur manneskja. Ég hef lært að við sem glímum við geðsjúkdóma erum allstaðar í samfélaginu en sumir hafa meiri tök á að kaupa sér þjónustu. Ég hef lært þegar fagfólk er opið fyrir að vinna með fólki sem hefur persónlega reynslu mydast traust á jafningjargrunni. Í fimm ár hef ég farið með öðru góðu fólki úr Grófinni með geðfræðslu í grunn- og framhaldsskóla í samvinnu við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar. Auk þess hefur geðfræðsluteymið farið í nærsveitir og víða um land og er eftirspurn mikil. Geðfræðslan hefur heppnast vel og eru ungmenni sem og starfsfólk mjög þakklát að fá fólk sem talar frá hjartanu um sína persónulegu reynslu og bjargráð. Mikið hefði verið gott ef einhver hefði komið þegar ég var í 9. bekk og hefði sagt sína sögu og lýst einkennum og bjargráðum. Myndi það hafa útskýrt mína vanlíðan sem hægt hefði verið að vinna með. En það á við svo margt í dag sem við vissum ekki áður fyrr og má þar t.d. geðsjúkdóma, ADHD, lesblinda og skrifblinda og ofl. Að geta hitt manneskju með reynslu af þunglyndi og félagsfælni hefði gefið mér tækifæri til að takast á við sjálfan mig með faglegri aðstoð. Samvinna með fagfólki og fólki með persónulega reynslu getur gert enn meira fyrir unga fólkið og minnkað þær afleiðingar sem geta orðið ef ekkert er að gert í æsku. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag að þurfa ekki að kvíða hverjum degi nema að hafa fengið frábæra hjálp frá fagfólki og notendum heilbrigðiskerfisins. Fyrst er að vita hvað maður glímir við og svo er að vera opinn fyrir hjálpinni og að góðir hluti gerast hægt. Ég er stoltur að fá að vera þátttakandi í samfélagi þar sem þekking á geðsjúkdómum hefur aukist og mörg úrræði eru í boði og umfjöllun meiri. Ég veit að það er margt óunnið en það er gott að halda því á lofti sem vel er gert fyrir fólkið í samfélaginu. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarformaður Grófarinnar geðrækt á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Eymundur Eymundsson og er fæddur 1967. Ég er Akureyringur og glími við geðsjúkdóma en ég er ekki geðsjúkdómarnir frekar að sú manneskja sem glímir við gigtarsjúkdóm er ekki gigtarsjúkdómurinn. Ég er bara ágætur drengur með mínar tilfinningar einsog hver annar sem vil láta gott af mér leiða eins og margir aðrir. Ég hef búið á Akureyri mestalla mína ævi utan við þrjú ár í Reykjavík. Vonina fékk ég í fyrsta skipti þegar ég var á verkjasviði á Kristnesi 2005 eftir að hafa fengið fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef nýtt mér hjálpina með heimilislækni, SÁÁ, Starfsendurhæfingu Norðurlands, geðdeild SAk, þrisvar á geðsviði Reykjalundar eða samtals fjóra mánuði og fór þar í gegnum hugræna atferlismeðferð og núvitund. Ég glími við slitgigt, síþreytu og króníska verki eftir þrjár mjaðmaliðaskiptingar á 19 árum. Ég fæ góða hjálp og fer reglulega á Heilsustofnun í Hveragerði til að halda mér gangandi. Frá 2009 til 2012 átti ég heima í Reykjavík og var í félagasamtökum sem heita Hugarafl. Í desember 2012 fór ég í viðtal á RÚV sjónvarpi þar sem ég var að afhenda þingmönnum bókina Geðveikar batasögur 2 sem Hugarafl gaf út en ég er með eina sögu þar. Við vorum þrjú sem fórum úr Hugarafli niður á alþingi og RÚV sjónvarp var á staðnum og vildi viðtal en ég var að flytja þremur dögum seinna til Akureyrar. Ég hafði aldrei áður farið í viðtal um mitt líf og mína geðsjúkdóma. Þið getið rétt ýmyndað ykkur hvað þetta var mikil áskorun að fara í viðtal sem sýnt var í sjö fréttum á rúv og vera svo að flytja þrem dögum seinna í heimabæinn. Í samfélagi eins og Akureyri stjórnumst við oft af samfélaginu og að það sé ekki kúl að tala um andleg veikindi. Ég var hinsvegar feginn eftirá að hafa farið í viðtalið til að segja frá mínum geðsjúkdómum þótt það hafi verið mjög erfitt. En einhvern veginn þarf að þora að tala um það sem hefur verið þagað um vegna fáfræði og þetta gerist ekki að sjálfu sér. Fáfræði skapar fordóma Ég tók svo þátt í að stofna Grófina með fagfólki og notendum þegar ég kom norður. Ég hafði góða reynslu af því að vinna með bata og valdeflingarmódel á jafningagrunni frá Hugarafli. Í Hugarafli vinna notendur og fagfólk saman og hafði ég séð marga náð góðum árangri og þar á meðal mig. Í Hugarafli voru fyrirmyndir og það var óþarfi að finna upp hjólið og fyrst að þetta var hægt í Reykjavík afhverju ekki á Akureyri? Að notendur geti unnið með fagfólki á jafningargrunni var alveg nýtt hér á Akureyri og bærinn ekki alveg að kaupa þetta til að byrja með. Fólk sem hefur persónulega reynslu af geðsjúkdómum og hafa náð góðum bata geta miðlað af sinni reynslu hvað hjálpaði og hvaða hjálp þau hafa fengið en líka hvað hjálpaði ekki Maður spyr sig afhverju er maður með fordóma og dæmir það sem maður þekkir ekki? Jú maður hefur alist upp í samfélagi og umhverfi þar sem þekking á svo mörgu var ekki til. Fáfræði skapa fordóma en ég var með fordóma og taldi að geðveikt fólk væri eins og sýnt er í bíómyndum og í fréttatengdu efni. Ég hef trú á að ansi margir þarna úti séu frekar hræddir við að taka skrefið til að vinna með sína geðsjúkdóma. En því fylgir mikið frelsi gagnvart umhverfinu og sjálfum sér að maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að glíma við sjúkdóm. Ég hef séð fólk ná góðum árangri þegar það hefur gefið sér tíma til að vinna í sjálfu sér og það er ekki að ósekju þegar sagt er að góðir hlutir gerast hægt. Ég hef lært að geðsjúkdómar eru ekki eins og er sýnt er í bíómyndum og ég er ekki síðri en hver önnur manneskja. Ég hef lært að við sem glímum við geðsjúkdóma erum allstaðar í samfélaginu en sumir hafa meiri tök á að kaupa sér þjónustu. Ég hef lært þegar fagfólk er opið fyrir að vinna með fólki sem hefur persónlega reynslu mydast traust á jafningjargrunni. Í fimm ár hef ég farið með öðru góðu fólki úr Grófinni með geðfræðslu í grunn- og framhaldsskóla í samvinnu við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar. Auk þess hefur geðfræðsluteymið farið í nærsveitir og víða um land og er eftirspurn mikil. Geðfræðslan hefur heppnast vel og eru ungmenni sem og starfsfólk mjög þakklát að fá fólk sem talar frá hjartanu um sína persónulegu reynslu og bjargráð. Mikið hefði verið gott ef einhver hefði komið þegar ég var í 9. bekk og hefði sagt sína sögu og lýst einkennum og bjargráðum. Myndi það hafa útskýrt mína vanlíðan sem hægt hefði verið að vinna með. En það á við svo margt í dag sem við vissum ekki áður fyrr og má þar t.d. geðsjúkdóma, ADHD, lesblinda og skrifblinda og ofl. Að geta hitt manneskju með reynslu af þunglyndi og félagsfælni hefði gefið mér tækifæri til að takast á við sjálfan mig með faglegri aðstoð. Samvinna með fagfólki og fólki með persónulega reynslu getur gert enn meira fyrir unga fólkið og minnkað þær afleiðingar sem geta orðið ef ekkert er að gert í æsku. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag að þurfa ekki að kvíða hverjum degi nema að hafa fengið frábæra hjálp frá fagfólki og notendum heilbrigðiskerfisins. Fyrst er að vita hvað maður glímir við og svo er að vera opinn fyrir hjálpinni og að góðir hluti gerast hægt. Ég er stoltur að fá að vera þátttakandi í samfélagi þar sem þekking á geðsjúkdómum hefur aukist og mörg úrræði eru í boði og umfjöllun meiri. Ég veit að það er margt óunnið en það er gott að halda því á lofti sem vel er gert fyrir fólkið í samfélaginu. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarformaður Grófarinnar geðrækt á Akureyri.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun