Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 17:54 Icelandair flutti um 14.500 farþega til og frá Íslandi í desember. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára. Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira