Helsta ástæðan var að tilboðsverðið væri of lágt miðað við eigið mat á virði félagsins, að sögn Kjarnans. Tilboðsfrestur rann út í gær en yfirtökuverð Strengs hljóðaði upp á 8,315 krónur á hlut sem var 6,6% yfir markaðsvirði félagsins í byrjun nóvember. Hver hlutur í Skeljungi kostaði 9,16 krónur við lokun Kauphallarinnar í gær.
Þrjú félög stóðu að yfirtökutilboðinu sem gerðu samkomulag um að leggja eignarhluti í Skeljungi yfir í félagið Streng. Félagið RES 9 fer 38% hlut í Streng, 365 einnig 38% og RPF 24%. Samanlagt fara félögin með 36,06% af heildarhlutafé í Skeljungi en eigendur þeirra hygðust skrá félagið úr Kauphöllinni.
RES 9 er í eigu RES II ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og Nönnu Bjarkar Arngrímsdóttur og No. 9 Investments Limited.
365 er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, er eiginmaður Ingibjargar og varamaður í stjórn 365.
RPF er í jafnri eigu Loran ehf. sem er í eigu Þórarins A. Sævarssonar, sem er stjórnarmaður í Skeljungi, og Premier eignarhaldsfélags, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar.