Frá þessu er greint á vef Independent og vísað í færslu útvarpsmannsins Pete Price á samfélagsmiðlum, en þeir Pete og Gerry voru vinir.
„Það er með sorg í hjarta, eftir að hafa rætt við fjölskylduna, sem ég verð að segja ykkur að hinn goðsagnakenndi Gerry Marsden er fallinn frá eftir stutt veikindi,“ skrifar Price á samfélagsmiðlum. Hann segir þá að veikindin sem um ræðir hafi verið sýking í hjarta.
Marsden var hvað þekktastur fyrir lög á borð við I like it, How You Do It? og You‘ll Never Walk Alone, en það síðastnefnda er einkennislag stuðningsmanna enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Marsden var frá Liverpool-borg og var mikill stuðningsmaður félagsins.
Yfir ævina tók Marsden þátt í að safna yfir 35 milljónum punda, eða rúmum sex milljörðum króna fyrir góðgerðarsamtök.