Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 14:16 Bólusetning hefur gengið nokkuð smurt fyrir sig í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst. Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst.
Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira