Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 22:20 Ali Khamenei , æðsti leiðtogi Íran, og Hassan Rouhani, forseti landsins. Getty/leader.ir Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow. Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow.
Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00