Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 22:20 Ali Khamenei , æðsti leiðtogi Íran, og Hassan Rouhani, forseti landsins. Getty/leader.ir Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow. Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow.
Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00