Hvernig velur hið opinbera íslenskt í dag? Arna Þorsteinsdóttir skrifar 5. maí 2020 17:00 Nokkuð hefur verið fjallað um undanfarið að Ferðamálastofa kjósi að nýta sér samfélagsmiðla til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands í sumar. Í ljósi þess hafa komið upp raddir um að leitt sé að sjá fyrirtæki og stofnanir verja fjármagni í markaðssetningu á miðlum sem eru í eigu erlendra aðila og birtingarféð fari þannig úr landi. Ferðamálastofa virðist meðvituð um þetta sjónarmið enda hafði Morgunblaðið eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra „að nauðsynlegt væri að nota samfélagsmiðla í þessum tilgangi, þó að það kynni hugsanlega að skjóta skökku við að kaupa erlenda þjónustu frá fyrirtækjum sem skili engu til íslensks samfélags, þegar markmiðið er sérstaklega að hvetja landsmenn til að kaupa innlenda vöru og þjónustu.“ Morgunblaðið hefur haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að „þó samfélagsmiðlar hafi reynst ódýr kostur til að koma skilaboðum til margra megi þeir þó ekki taka yfir þar sem það myndi grafa undan tilveru fjölmiðla.” en hann útilokar ekki einhvers konar blandaða notkun boðleiða. Loks segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið að „engin samræmd ákvörðun hafi verið tekin um það í ríkisstjórn hvernig auglýsingum hins opinbera skuli vera háttað“ og að henni „fyndist það allrar umræðu vert að taka þetta fyrir á vettvangi ríkisstjórnar.“ Ég tek því fagnandi að þessi mál séu skoðuð gaumgæfilega en eins og þessi umræða kemur mér fyrir sjónir í fjölmiðlum virðist hún svolítið svart-hvít. Snúast markaðsmál hins opinbera eingöngu um erlenda samfélagsmiðla vs. íslenska miðla og hugsanlegar málamiðlanir eða skilgreindan milliveg í þeim efnum? Samtal innlendra miðla við íslenskt samfélag í dag á sér ekki síður stað á vettvangi samfélagsmiðla og þjóðfélagsumræðan blæðir á milli. Fjölmiðlafólk vitnar í færslur á samfélagsmiðlum við greinaskrif, almenningur deilir mikilvægum fréttum á sínum persónulegu síðum, þaðan sem þeim er svo kannski deilt af öðrum o.s.frv. Allt fléttast þetta saman hvort sem okkur líkar betur eða verr og mun gera það meira og meira í framtíðinni. Það krefst kænsku að skipuleggja vel heppnaða herferð í þessum nýja samofna raunveruleika en sérfræðingar í markaðssetningu vilja margir meina að í dag sé 360° markaðssetning, sem felur í sér samspil margra ólíkra miðla, vænlegust til árangurs. Samkvæmt henni útilokar einn miðill ekki annan, heldur er kúnstin að sérsauma fyrir hverja herferð hvaða miðlar eru notaðir hverju sinni og hvernig í samræmi við hver skilaboðin eru og til hverra þau eiga að ná. Annað sem mér finnst mikilvægt í þessari umræðu er að fjárfesting fyrirtækja og stofnana í markaðssetningu á samfélagsmiðlum fer síður en svo öll til erlendu risanna og þar með úr landi. Þvert á móti skapar markaðssetning á samfélagsmiðlum líka mörg spennandi og sérhæfð störf á Íslandi. Það krefst til dæmis sérfræðikunnáttu til að skipuleggja og keyra herferðir á samfélagsmiðlum þannig að birtingarféð nýtist sem best. Slíkum þekkingarstörfum á sviði stafrænnar markaðssetningar mun bara fara fjölgandi með vaxandi tæknivæðingu á komandi árum eins og sjá má á námsframboði framhalds- og háskólanna okkar. Svo eru það öll hin störfin á bak við herferðirnar: hugmyndavinnan, textavinnan, grafíska hönnunin, hreyfihönnunin, ljósmyndunin, myndbandaframleiðslan og svo framvegis og framvegis. Innlendir miðlar eru sterkir til markaðssetningar á Íslandi miðað við víða annars staðar í heiminum sem er frábært og ákveðin tegund af árangri næst með birtingum á þeim sem næst ekki á samfélagsmiðlum, til dæmis í að viðhalda almennri vitund um vörumerki, styrkja ímynd fyrirtækja og stofnana til lengri tíma eða jafnvel ná til ákveðins áhorfanda- eða lesendahóps. Hins vegar virka samfélagsmiðlar vel þegar kemur að mælanlegum árangri og persónubundnara markaðsefni. Eins eru þeir sterkt verkfæri þegar kemur að vitundarvakningu á stórum skala þar sem almenningur fær tækifæri til að taka beinan þátt. Ef maður horfir á heildarmyndina er það mitt mat að það eigi alls ekki að binda hendur opinberra stofnana með samræmdri ákvörðun eða reglugerð um hlutfallið milli erlendra samfélagsmiðla og íslenskra miðla. Frekar finnst mér ráðlegt að láta sérfræðinga á sviði markaðssetningar um að meta hvernig er best að stilla upp herferðum í hverju tilviki fyrir sig. Þannig er fókusinn minna á samkeppni milli ólíkra miðla og meira á hvernig samspili þeirra þurfi að vera háttað til að ná sem mestum árangri fyrir alla. Höfundur er Arna Þorsteinsdóttir, ein af eigendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um undanfarið að Ferðamálastofa kjósi að nýta sér samfélagsmiðla til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands í sumar. Í ljósi þess hafa komið upp raddir um að leitt sé að sjá fyrirtæki og stofnanir verja fjármagni í markaðssetningu á miðlum sem eru í eigu erlendra aðila og birtingarféð fari þannig úr landi. Ferðamálastofa virðist meðvituð um þetta sjónarmið enda hafði Morgunblaðið eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra „að nauðsynlegt væri að nota samfélagsmiðla í þessum tilgangi, þó að það kynni hugsanlega að skjóta skökku við að kaupa erlenda þjónustu frá fyrirtækjum sem skili engu til íslensks samfélags, þegar markmiðið er sérstaklega að hvetja landsmenn til að kaupa innlenda vöru og þjónustu.“ Morgunblaðið hefur haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að „þó samfélagsmiðlar hafi reynst ódýr kostur til að koma skilaboðum til margra megi þeir þó ekki taka yfir þar sem það myndi grafa undan tilveru fjölmiðla.” en hann útilokar ekki einhvers konar blandaða notkun boðleiða. Loks segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið að „engin samræmd ákvörðun hafi verið tekin um það í ríkisstjórn hvernig auglýsingum hins opinbera skuli vera háttað“ og að henni „fyndist það allrar umræðu vert að taka þetta fyrir á vettvangi ríkisstjórnar.“ Ég tek því fagnandi að þessi mál séu skoðuð gaumgæfilega en eins og þessi umræða kemur mér fyrir sjónir í fjölmiðlum virðist hún svolítið svart-hvít. Snúast markaðsmál hins opinbera eingöngu um erlenda samfélagsmiðla vs. íslenska miðla og hugsanlegar málamiðlanir eða skilgreindan milliveg í þeim efnum? Samtal innlendra miðla við íslenskt samfélag í dag á sér ekki síður stað á vettvangi samfélagsmiðla og þjóðfélagsumræðan blæðir á milli. Fjölmiðlafólk vitnar í færslur á samfélagsmiðlum við greinaskrif, almenningur deilir mikilvægum fréttum á sínum persónulegu síðum, þaðan sem þeim er svo kannski deilt af öðrum o.s.frv. Allt fléttast þetta saman hvort sem okkur líkar betur eða verr og mun gera það meira og meira í framtíðinni. Það krefst kænsku að skipuleggja vel heppnaða herferð í þessum nýja samofna raunveruleika en sérfræðingar í markaðssetningu vilja margir meina að í dag sé 360° markaðssetning, sem felur í sér samspil margra ólíkra miðla, vænlegust til árangurs. Samkvæmt henni útilokar einn miðill ekki annan, heldur er kúnstin að sérsauma fyrir hverja herferð hvaða miðlar eru notaðir hverju sinni og hvernig í samræmi við hver skilaboðin eru og til hverra þau eiga að ná. Annað sem mér finnst mikilvægt í þessari umræðu er að fjárfesting fyrirtækja og stofnana í markaðssetningu á samfélagsmiðlum fer síður en svo öll til erlendu risanna og þar með úr landi. Þvert á móti skapar markaðssetning á samfélagsmiðlum líka mörg spennandi og sérhæfð störf á Íslandi. Það krefst til dæmis sérfræðikunnáttu til að skipuleggja og keyra herferðir á samfélagsmiðlum þannig að birtingarféð nýtist sem best. Slíkum þekkingarstörfum á sviði stafrænnar markaðssetningar mun bara fara fjölgandi með vaxandi tæknivæðingu á komandi árum eins og sjá má á námsframboði framhalds- og háskólanna okkar. Svo eru það öll hin störfin á bak við herferðirnar: hugmyndavinnan, textavinnan, grafíska hönnunin, hreyfihönnunin, ljósmyndunin, myndbandaframleiðslan og svo framvegis og framvegis. Innlendir miðlar eru sterkir til markaðssetningar á Íslandi miðað við víða annars staðar í heiminum sem er frábært og ákveðin tegund af árangri næst með birtingum á þeim sem næst ekki á samfélagsmiðlum, til dæmis í að viðhalda almennri vitund um vörumerki, styrkja ímynd fyrirtækja og stofnana til lengri tíma eða jafnvel ná til ákveðins áhorfanda- eða lesendahóps. Hins vegar virka samfélagsmiðlar vel þegar kemur að mælanlegum árangri og persónubundnara markaðsefni. Eins eru þeir sterkt verkfæri þegar kemur að vitundarvakningu á stórum skala þar sem almenningur fær tækifæri til að taka beinan þátt. Ef maður horfir á heildarmyndina er það mitt mat að það eigi alls ekki að binda hendur opinberra stofnana með samræmdri ákvörðun eða reglugerð um hlutfallið milli erlendra samfélagsmiðla og íslenskra miðla. Frekar finnst mér ráðlegt að láta sérfræðinga á sviði markaðssetningar um að meta hvernig er best að stilla upp herferðum í hverju tilviki fyrir sig. Þannig er fókusinn minna á samkeppni milli ólíkra miðla og meira á hvernig samspili þeirra þurfi að vera háttað til að ná sem mestum árangri fyrir alla. Höfundur er Arna Þorsteinsdóttir, ein af eigendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun