Smáríkið Stúdentaland Jóhanna Ásgeirsdóttir skrifar 5. maí 2020 07:30 Sem alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS þá er hlutverk mitt meðal annars að sækja ráðstefnur stúdenta erlendis og að reyna svo að miðla þekkingu þaðan inn í starf samtakanna innanlands. LÍS er hluti af samstarfsvettvangi stúdenta í Eystrasaltsríkjum og Norðurlöndum sem kallast Nordisk Orförendemøte (NOM) og á síðustu ráðstefnu hópsins, sem átti sé stað í Færeyjum í október 2019, voru geðheilbrigðismál stúdenta í brennidepli. Við eigum það til á Íslandi að bera okkur saman við nágrannaríkin í flestum efnum og eru málefni stúdenta ekki undanskilin. Ég hafði sjálf undirbúið fyrirlestur um stöðu geðheilbrigðismála stúdenta á Íslandi til þess að flytja á ráðstefnunni, sem fjallaði um hátt hlutfall háskólanema sem glíma við andleg veikindi, þá staðreynd að lítil sem engin úrræði séu í boði innan flestra háskóla, mikinn kostnað sem fylgir sálfræðiþjónustu og hvernig það kemur sér illa fyrir fjöldann allan af stúdentum sem búa við fjárhagserfiðleika. Þetta var fyrsti NOM fundurinn minn og ég mætti tilbúin til þess að glósa niður alla frábæru þjónustuna og fordæmin sem við getum lært af frá nágrannalöndum okkar. Ég hafði búist við því að samanburðurinn við önnur Norðurlönd yrði hlægilegur, að stúdentar á öðrum Norðurlöndum hefðu það frábært og fengju alla þá aðstoð sem þeir þyrftu. Raunin er þó sú að geðraskanir, sérstaklega þunglyndi og kvíði, eru mjög áberandi meðal stúdenta á öllum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Ég tók eftir ákveðnu mynstri í fyrirlestrum félaga minna í NOM: Alls staðar var hlutfall fólks sem glímir við andleg veikindi hærra meðal stúdenta en annarra hópa samfélagsins og alls staðar vantaði upp á úrræði, fjármagn og þjónustu frá hinu opinbera til þess að takast á við vandann. Ásamt Íslandi má oftast sjá Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð dansa um efstu sæti Sameinuðu þjóðanna um ánægðustu lönd í heimi. Hvernig stendur þá á því að stúdentar Norðurlanda voru sammála um að staða geðheilsa ungs fólks sé slæm og að meira fjármagn vanti í málaflokkinn? Enn fremur ætti það að valda áhyggjum að á Íslandi glíma tvöfalt fleiri stúdentar við andleg veikindi samanborið við hin Norðurlöndin, samkvæmt niðurstöðum EUROSTUDENT VI. Í kynningum allra stúdentafulltrúanna voru líka nefnd dæmi um stúdentarekin framtök, verkefni sem hægt væri að taka til fyrirmyndar. Ég vakti athygli á þeirri frábæru vinnu sem geðfræðslufélagið Hugrún hefur staðið fyrir hér á landi. En í nánast öllum tilfellum var um einhverskonar jafningjafræðslu að ræða. Verkefnin sem nefnd voru stuðluðu öll á einhvern hátt að bættri heilsu stúdenta án þess að mögulegt væri að skilgreina þau sem geðheilbrigðisþjónustu. Ég tek fram að slík verkefni, eins og geðfræðsla Hugrúnar, skipta gífurlegu máli og verða ekki óþörf þó að markmið nást um að auka aðgengi stúdenta að faglegri geðheilbrigðisþjónustu. Í raun er magnað hvað sprottið hafa upp mörg og sterk framtök sem ganga út á að stúdentar styðji við og fræði hvern annan. Að vissu leyti er það á ábyrgð stúdenta að rækta eigin heilsu og styðja við hvern annan en á einhverjum tímapunkti þurfa þeir á sérfræðingum, sálfræðingum og geðlæknum að halda. Á meðan kostnaður við slíka þjónustu er eins hár og raun ber vitni, biðlistar langir, skortur er á skammtímaúrræðum og gríðarlegt álag er á stúdentum, þá reyna stúdentar að brúa bilið fyrir hvern annan. Í Noregi hefur þessi hugmynd, að stúdentar brúi bilið fyrir hvern annan, þróast út í það að þeir reka „sitt eigið smáríki“ eins og Stian Skarheim Magelssen, alþjóðafulltrúi Norsk studentorganisasjon (NSO), orðaði það í kynningu sinni á ráðstefnunni. Í nýlegri grein sinni í færeysku stúdentablaði segir hann nánar frá stöðu geðheilbrigðismála stúdenta í Noregi. Þar lýsir hann „smáríki stúdenta“: velferðarkerfi sem er rekið alfarið af stúdentum. Kerfið var stofnað árið 1996 vegna þess að niðurgreidd opinber þjónusta var ekki nógu aðgengileg fólki á námsárunum. Stian segir að þetta kerfi hafi komið sér vel en vill samt helst að stúdentar þurfi ekki að standa í þessu: „Það mætti segja að [velferðarkerfi stúdenta] hafi borið góðan árangur, en það þýðir samt ekki að það eigi að vera á eigin ábyrgð stúdenta að skapa þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda […] Það er kominn tími til þess að stjórnvöld vakni og átti sig á þessu, vegna þess að við - stúdentarnir - getum ekki gert þetta allt sjálf.” Ég hef fulla trú á því að ef stúdentar á Íslandi neyddust til þess, þá gætu þeir stofnað sitt eigið smáríki, og til eru mörg dæmi um að háskólanemar hafi tekið málin í eigin hendur þegar þörf er á sértækri þjónustu til stúdenta, eins og sjá má á Félagsstofnun stúdenta. Það er þó óboðlegt að það þurfi að vera á ábyrgð stúdentanna sjálfra að skapa einhvers konar geðheilbrigðisþjónustu fyrir sig sjálfa. LÍS kalla eftir undirskriftum við kröfu um að geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins verði bætt til muna, úrræðum fjölgað og að minnsta kosti einu stöðugildi sálfræðings verði komið á innan hvers háskóla fyrir sig. Þessum markmiðum verður bara náð með nægilegri fjármögnun háskólakerfisins samhliða sterkum vilja háskólakerfisins til að setja geðheilsu stúdenta í forgang. Vonandi verður ekki þörf á stofnun smáríkisins Stúdentalands. Höfundur er alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS þá er hlutverk mitt meðal annars að sækja ráðstefnur stúdenta erlendis og að reyna svo að miðla þekkingu þaðan inn í starf samtakanna innanlands. LÍS er hluti af samstarfsvettvangi stúdenta í Eystrasaltsríkjum og Norðurlöndum sem kallast Nordisk Orförendemøte (NOM) og á síðustu ráðstefnu hópsins, sem átti sé stað í Færeyjum í október 2019, voru geðheilbrigðismál stúdenta í brennidepli. Við eigum það til á Íslandi að bera okkur saman við nágrannaríkin í flestum efnum og eru málefni stúdenta ekki undanskilin. Ég hafði sjálf undirbúið fyrirlestur um stöðu geðheilbrigðismála stúdenta á Íslandi til þess að flytja á ráðstefnunni, sem fjallaði um hátt hlutfall háskólanema sem glíma við andleg veikindi, þá staðreynd að lítil sem engin úrræði séu í boði innan flestra háskóla, mikinn kostnað sem fylgir sálfræðiþjónustu og hvernig það kemur sér illa fyrir fjöldann allan af stúdentum sem búa við fjárhagserfiðleika. Þetta var fyrsti NOM fundurinn minn og ég mætti tilbúin til þess að glósa niður alla frábæru þjónustuna og fordæmin sem við getum lært af frá nágrannalöndum okkar. Ég hafði búist við því að samanburðurinn við önnur Norðurlönd yrði hlægilegur, að stúdentar á öðrum Norðurlöndum hefðu það frábært og fengju alla þá aðstoð sem þeir þyrftu. Raunin er þó sú að geðraskanir, sérstaklega þunglyndi og kvíði, eru mjög áberandi meðal stúdenta á öllum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Ég tók eftir ákveðnu mynstri í fyrirlestrum félaga minna í NOM: Alls staðar var hlutfall fólks sem glímir við andleg veikindi hærra meðal stúdenta en annarra hópa samfélagsins og alls staðar vantaði upp á úrræði, fjármagn og þjónustu frá hinu opinbera til þess að takast á við vandann. Ásamt Íslandi má oftast sjá Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð dansa um efstu sæti Sameinuðu þjóðanna um ánægðustu lönd í heimi. Hvernig stendur þá á því að stúdentar Norðurlanda voru sammála um að staða geðheilsa ungs fólks sé slæm og að meira fjármagn vanti í málaflokkinn? Enn fremur ætti það að valda áhyggjum að á Íslandi glíma tvöfalt fleiri stúdentar við andleg veikindi samanborið við hin Norðurlöndin, samkvæmt niðurstöðum EUROSTUDENT VI. Í kynningum allra stúdentafulltrúanna voru líka nefnd dæmi um stúdentarekin framtök, verkefni sem hægt væri að taka til fyrirmyndar. Ég vakti athygli á þeirri frábæru vinnu sem geðfræðslufélagið Hugrún hefur staðið fyrir hér á landi. En í nánast öllum tilfellum var um einhverskonar jafningjafræðslu að ræða. Verkefnin sem nefnd voru stuðluðu öll á einhvern hátt að bættri heilsu stúdenta án þess að mögulegt væri að skilgreina þau sem geðheilbrigðisþjónustu. Ég tek fram að slík verkefni, eins og geðfræðsla Hugrúnar, skipta gífurlegu máli og verða ekki óþörf þó að markmið nást um að auka aðgengi stúdenta að faglegri geðheilbrigðisþjónustu. Í raun er magnað hvað sprottið hafa upp mörg og sterk framtök sem ganga út á að stúdentar styðji við og fræði hvern annan. Að vissu leyti er það á ábyrgð stúdenta að rækta eigin heilsu og styðja við hvern annan en á einhverjum tímapunkti þurfa þeir á sérfræðingum, sálfræðingum og geðlæknum að halda. Á meðan kostnaður við slíka þjónustu er eins hár og raun ber vitni, biðlistar langir, skortur er á skammtímaúrræðum og gríðarlegt álag er á stúdentum, þá reyna stúdentar að brúa bilið fyrir hvern annan. Í Noregi hefur þessi hugmynd, að stúdentar brúi bilið fyrir hvern annan, þróast út í það að þeir reka „sitt eigið smáríki“ eins og Stian Skarheim Magelssen, alþjóðafulltrúi Norsk studentorganisasjon (NSO), orðaði það í kynningu sinni á ráðstefnunni. Í nýlegri grein sinni í færeysku stúdentablaði segir hann nánar frá stöðu geðheilbrigðismála stúdenta í Noregi. Þar lýsir hann „smáríki stúdenta“: velferðarkerfi sem er rekið alfarið af stúdentum. Kerfið var stofnað árið 1996 vegna þess að niðurgreidd opinber þjónusta var ekki nógu aðgengileg fólki á námsárunum. Stian segir að þetta kerfi hafi komið sér vel en vill samt helst að stúdentar þurfi ekki að standa í þessu: „Það mætti segja að [velferðarkerfi stúdenta] hafi borið góðan árangur, en það þýðir samt ekki að það eigi að vera á eigin ábyrgð stúdenta að skapa þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda […] Það er kominn tími til þess að stjórnvöld vakni og átti sig á þessu, vegna þess að við - stúdentarnir - getum ekki gert þetta allt sjálf.” Ég hef fulla trú á því að ef stúdentar á Íslandi neyddust til þess, þá gætu þeir stofnað sitt eigið smáríki, og til eru mörg dæmi um að háskólanemar hafi tekið málin í eigin hendur þegar þörf er á sértækri þjónustu til stúdenta, eins og sjá má á Félagsstofnun stúdenta. Það er þó óboðlegt að það þurfi að vera á ábyrgð stúdentanna sjálfra að skapa einhvers konar geðheilbrigðisþjónustu fyrir sig sjálfa. LÍS kalla eftir undirskriftum við kröfu um að geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins verði bætt til muna, úrræðum fjölgað og að minnsta kosti einu stöðugildi sálfræðings verði komið á innan hvers háskóla fyrir sig. Þessum markmiðum verður bara náð með nægilegri fjármögnun háskólakerfisins samhliða sterkum vilja háskólakerfisins til að setja geðheilsu stúdenta í forgang. Vonandi verður ekki þörf á stofnun smáríkisins Stúdentalands. Höfundur er alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS).
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun