Um jafnrétti til náms og réttindi stúdenta til atvinnuleysisbóta Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2020 09:00 Í gær var 1. maí - baráttudagur verkalýðsins. Dagur sem hefur ólíka merkingu fyrir ólíkum þjóðfélagshópum. 1. maí er rauður dagur, í tveimur ólíkum merkingum. Fyrir græða-og-grilla liðinu er þetta lítið annað en vorlegur frídagur. Fyrir rauðhjörtuðu jafnaðarbaráttufólki er þetta hins vegar mikilvægasti hátíðardagur ársins. Fyrir enn stærri hóp táknar dagurinn tækifæri til þess að fá aðeins hærri laun fyrir vinnuna sína, tækifæri til þess að bæta kjör sín ef aðeins að litlu leiti um næstu mánaðarmót. Í ár var þó engin ganga og þúsundir íslendinga sem áður höfðu trausta vinnu eru nú atvinnulausir. Veiran hefur slegið fæturna undan samfélaginu og allt sem þótti áður víst hefur vikið fyrir óvissu og óöryggi. Hvað verður um heimsbyggðina? Hvað verður um hagkerfið? Hvað verður um mig í sumar ef ég fæ ekki vinnu? Ég stefni á að ljúka 40 einingum við Háskóla Íslands þessa önn, 30 einingum yfir þær hámarkseiningar sem atvinnuleyistryggingar leyfa, en „Umsækjanda um atvinnuleysisbætur er heimilt að stunda nám á háskólastigi sem nemur að hámarki 10 ECTS-einingum á námsönn enda sé um svo lágt námshlutfall að ræða að námið telst ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna“ samkvæmt vef Vinnumálastofnunnar sem vísar í lög um atvinnuleysistryggingar. Samt hef ég unnið stöðugt með námi og borgað skatta og tryggingargjöld í atvinnuleysissjóð af launum mínum í samræmi við það. Núverandi vinnan mín sem er á vegum námsráðgjafar við Háskóla Íslands, við námsaðstoð nemenda, mun þó líða undir lok með þessari vorönn og ekki hefjast að ný fyrr en með haustinu. Auðvitað hafði ég ætlað að finna mér sumarvinnu, rétt eins og eðlilegt telst í íslensku samfélagi. Svo skall veiran á og efnahagslegar afleiðingar hennar skömmu síðar. Nú er allt orðið óljóst og þúsundir stúdenta vita ekki hvernig þeir munu geta séð fyrir sér í sumar. Réttur þeirra til atvinnuleysistrygginga er enginn, sama hversu mikið þeir hafa unnið síðustu ár, sama hversu mikla skatta og tryggingargjöld þeir hafa greitt. Stúdentar eru eini þjóðfélagshópurinn sem hefur engin réttindi til fjárhagsstuðnings til framfærslu, sem þeir einstaklingar sem ekki hafa unnið nægilega mikið til þess að eiga rétt á atvinnuleysisbótum geta reitt sig á. Afstaða ríkisins og valdhafa þess til réttarstöðu stúdenta virðist grundvallast á því að þeir eigi að taka lán fyrir framfærslu sinni allan ársins hring eða vinna með námi. Samt er fullt nám metið sem full vinna. Flestir stúdentar vinna vegna þess að þeir eiga ekki efni á að lifa af á Íslandi og stunda nám á sama tíma. Á sama tíma skerðir LÍN framfærslulánin í samræmi við vinnu og lánar ekki fyrir sumarmánuðum. Sumir stúdentar þurfa hins vegar ekki að vinna vegna þess að þeir hafa fjárhagslegt bakland í skjóli fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar, sem skekkir niðurstöður um raunverulega vídd og breidd fjárhagsvanda þeirra stúdenta sem ekki hafa þau forréttindi. Hvað ef öðrum samfélagshópum væri sagt að gera það sama, að taka lán fyrir framfærslu sinni á þessum tímum? Þessi spurning kemur niður á grundvallarhugmyndina um tilgang og ábyrgð ríkisins. Er tilgangur ríkisins ekki að vernda afkomu samfélagsþegna og samfélagslegan stöðugleika? Ég hélt að það væri ástæðan fyrir því að greiði skatta og önnur gjöld til hins opinbera, en ofurlaun og ofurlaunahækkanir ráðamanna á þessum tíma rýma illa við þær hugmyndir. Í háskólanum lærum við um samfélagssáttmálann, ástæðuna fyrir því að það er réttlætanlegt að veita ríkinu þau miklu völd sem það hefur. Ríkið á að vernda fólk á tímum sem þessum, sem það jú gerir fyrir flesta samfélagshópa í formi atvinnuleysisbóta. Stúndentar standa utan þessarar verndar og hafa ekkert fjárhagslegt öryggisnet í komandi kreppu og efnahagslegri óvissu. Sumarstörf sem þeir hafa geta reitt sig á síðustu ár hurfu að miklu leiti með þeim stóra hluta þjóðarbúskapsins sem byggði á ferðamönnum. Á móti kemur samkeppnin við þá einstaklinga sem hafa lent í fjöldauppsögnum síðustu vikur. Það er því ekki víst að þó stúdentar í fjárhagsþrengingum sem hrökklast úr námi geti útvegað sér vinnu í slíku efnahagslandslagi. Rétturinn til atvinnuleysisbóta ætti að vera sjálfsagður fyrir hvern einasta samfélagsþegn í þróuðu og velferðarmiðuðu samfélagi. Meirihluti íslenskra stúdenta vinnur með námi og greiðir tryggingargjöld rétt eins og aðrir, en fá ekki þau réttindi sem þeim eiga að fylgja. Þetta er furðuleg lögleysa og óréttlætanlegt ábyrgðarleysi á vettvangi sem skiptir miklu máli fyrir samfélagslegan jöfnuð og félagslegan hreyfanleika. Mennt er máttur. Ég hafði oft heyrt þessa setningu þegar ég var í barnaskóla og jafnvel lesið hana upp úr páskaeggi. Það var þó ekki fyrr en ég byrjaði í háskóla sem ég áttaði mig á raunverulegri merkingu þessara orða. Menntun fylgja völd. Réttmætiskrafa þessara valda byggir á takmörkun á aðgengi að menntun. Þegar fólk á ekki efni á því að mennta sig eru möguleikar þess í samfélaginu takmarkaðir á meðan möguleikar og tækifæri þeirra sem eiga efni á henni eru hámarkaðir. Það eru hinir menntuðu sem hafa völdin, bæði fjárhagsleg og félagsleg. Þeir réttmæta þau á grundvelli háskólamenntunar. Í vestrænum samfélögum ríkir trú um að hæfileikar einstaklinga eigi að ráða möguleikum þeirra í samfélaginu. Þeim sem leggja stund á að rannsaka samfélagið hefur hins vegar ætíð verið ljóst að það eru aðrar breytur sem hafa mun meira að segja um það. Eftir baráttudag verkalýðsins þetta árið tel ég mikilvægt að staldra við og íhuga áhrif þessarar veiru á samfélagslegan ójöfnuð og að við hugsum um það hvernig samfélag við viljum búa við þegar sjúkdómurinn sjálfur hverfur. Allar líkur eru á því samfélagsleg áhrif veirunnar muni vara mun lengur en líkamleg einkenni hennar. Ef við verjum ekki fjárhagslega afkomu stúdenta á þessum tímum er hætt við því að stéttaskipting stúdenta muni aukast enn frekar. Það væri mikill missir fyrir samfélagið ef klárt og hæfileikaríkt fólk þyrfti að hætta í námi vegna fjárhagsstöðu sinnar á meðan misgáfuð afkvæmi auðvaldsins sitja eftir. Háskólinn er eins og stólaleikur að vissu leiti, þeir ná sem sæti hafa við borðið. Námið sjálft er vissulega ekki öllum auðvelt, en það er ómögulegt þeim sem ekki hafa efni á því. Aðgengi að menntun er grunnurinn að samfélagslegu jafnfrétti. Aðgerðir ríkisins til þess að vernda fjárhagslega afkomu stúdenta á þessum erfiðu tímum munu segja mikið um raunverulegan vilja ráðamanna í þessum efnum. Vilja þeir tryggja jöfnuð og jafnrétti til náms, eða vilja þeir forskot fyrir auðvaldið? Höfundur er félagsfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær var 1. maí - baráttudagur verkalýðsins. Dagur sem hefur ólíka merkingu fyrir ólíkum þjóðfélagshópum. 1. maí er rauður dagur, í tveimur ólíkum merkingum. Fyrir græða-og-grilla liðinu er þetta lítið annað en vorlegur frídagur. Fyrir rauðhjörtuðu jafnaðarbaráttufólki er þetta hins vegar mikilvægasti hátíðardagur ársins. Fyrir enn stærri hóp táknar dagurinn tækifæri til þess að fá aðeins hærri laun fyrir vinnuna sína, tækifæri til þess að bæta kjör sín ef aðeins að litlu leiti um næstu mánaðarmót. Í ár var þó engin ganga og þúsundir íslendinga sem áður höfðu trausta vinnu eru nú atvinnulausir. Veiran hefur slegið fæturna undan samfélaginu og allt sem þótti áður víst hefur vikið fyrir óvissu og óöryggi. Hvað verður um heimsbyggðina? Hvað verður um hagkerfið? Hvað verður um mig í sumar ef ég fæ ekki vinnu? Ég stefni á að ljúka 40 einingum við Háskóla Íslands þessa önn, 30 einingum yfir þær hámarkseiningar sem atvinnuleyistryggingar leyfa, en „Umsækjanda um atvinnuleysisbætur er heimilt að stunda nám á háskólastigi sem nemur að hámarki 10 ECTS-einingum á námsönn enda sé um svo lágt námshlutfall að ræða að námið telst ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna“ samkvæmt vef Vinnumálastofnunnar sem vísar í lög um atvinnuleysistryggingar. Samt hef ég unnið stöðugt með námi og borgað skatta og tryggingargjöld í atvinnuleysissjóð af launum mínum í samræmi við það. Núverandi vinnan mín sem er á vegum námsráðgjafar við Háskóla Íslands, við námsaðstoð nemenda, mun þó líða undir lok með þessari vorönn og ekki hefjast að ný fyrr en með haustinu. Auðvitað hafði ég ætlað að finna mér sumarvinnu, rétt eins og eðlilegt telst í íslensku samfélagi. Svo skall veiran á og efnahagslegar afleiðingar hennar skömmu síðar. Nú er allt orðið óljóst og þúsundir stúdenta vita ekki hvernig þeir munu geta séð fyrir sér í sumar. Réttur þeirra til atvinnuleysistrygginga er enginn, sama hversu mikið þeir hafa unnið síðustu ár, sama hversu mikla skatta og tryggingargjöld þeir hafa greitt. Stúdentar eru eini þjóðfélagshópurinn sem hefur engin réttindi til fjárhagsstuðnings til framfærslu, sem þeir einstaklingar sem ekki hafa unnið nægilega mikið til þess að eiga rétt á atvinnuleysisbótum geta reitt sig á. Afstaða ríkisins og valdhafa þess til réttarstöðu stúdenta virðist grundvallast á því að þeir eigi að taka lán fyrir framfærslu sinni allan ársins hring eða vinna með námi. Samt er fullt nám metið sem full vinna. Flestir stúdentar vinna vegna þess að þeir eiga ekki efni á að lifa af á Íslandi og stunda nám á sama tíma. Á sama tíma skerðir LÍN framfærslulánin í samræmi við vinnu og lánar ekki fyrir sumarmánuðum. Sumir stúdentar þurfa hins vegar ekki að vinna vegna þess að þeir hafa fjárhagslegt bakland í skjóli fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar, sem skekkir niðurstöður um raunverulega vídd og breidd fjárhagsvanda þeirra stúdenta sem ekki hafa þau forréttindi. Hvað ef öðrum samfélagshópum væri sagt að gera það sama, að taka lán fyrir framfærslu sinni á þessum tímum? Þessi spurning kemur niður á grundvallarhugmyndina um tilgang og ábyrgð ríkisins. Er tilgangur ríkisins ekki að vernda afkomu samfélagsþegna og samfélagslegan stöðugleika? Ég hélt að það væri ástæðan fyrir því að greiði skatta og önnur gjöld til hins opinbera, en ofurlaun og ofurlaunahækkanir ráðamanna á þessum tíma rýma illa við þær hugmyndir. Í háskólanum lærum við um samfélagssáttmálann, ástæðuna fyrir því að það er réttlætanlegt að veita ríkinu þau miklu völd sem það hefur. Ríkið á að vernda fólk á tímum sem þessum, sem það jú gerir fyrir flesta samfélagshópa í formi atvinnuleysisbóta. Stúndentar standa utan þessarar verndar og hafa ekkert fjárhagslegt öryggisnet í komandi kreppu og efnahagslegri óvissu. Sumarstörf sem þeir hafa geta reitt sig á síðustu ár hurfu að miklu leiti með þeim stóra hluta þjóðarbúskapsins sem byggði á ferðamönnum. Á móti kemur samkeppnin við þá einstaklinga sem hafa lent í fjöldauppsögnum síðustu vikur. Það er því ekki víst að þó stúdentar í fjárhagsþrengingum sem hrökklast úr námi geti útvegað sér vinnu í slíku efnahagslandslagi. Rétturinn til atvinnuleysisbóta ætti að vera sjálfsagður fyrir hvern einasta samfélagsþegn í þróuðu og velferðarmiðuðu samfélagi. Meirihluti íslenskra stúdenta vinnur með námi og greiðir tryggingargjöld rétt eins og aðrir, en fá ekki þau réttindi sem þeim eiga að fylgja. Þetta er furðuleg lögleysa og óréttlætanlegt ábyrgðarleysi á vettvangi sem skiptir miklu máli fyrir samfélagslegan jöfnuð og félagslegan hreyfanleika. Mennt er máttur. Ég hafði oft heyrt þessa setningu þegar ég var í barnaskóla og jafnvel lesið hana upp úr páskaeggi. Það var þó ekki fyrr en ég byrjaði í háskóla sem ég áttaði mig á raunverulegri merkingu þessara orða. Menntun fylgja völd. Réttmætiskrafa þessara valda byggir á takmörkun á aðgengi að menntun. Þegar fólk á ekki efni á því að mennta sig eru möguleikar þess í samfélaginu takmarkaðir á meðan möguleikar og tækifæri þeirra sem eiga efni á henni eru hámarkaðir. Það eru hinir menntuðu sem hafa völdin, bæði fjárhagsleg og félagsleg. Þeir réttmæta þau á grundvelli háskólamenntunar. Í vestrænum samfélögum ríkir trú um að hæfileikar einstaklinga eigi að ráða möguleikum þeirra í samfélaginu. Þeim sem leggja stund á að rannsaka samfélagið hefur hins vegar ætíð verið ljóst að það eru aðrar breytur sem hafa mun meira að segja um það. Eftir baráttudag verkalýðsins þetta árið tel ég mikilvægt að staldra við og íhuga áhrif þessarar veiru á samfélagslegan ójöfnuð og að við hugsum um það hvernig samfélag við viljum búa við þegar sjúkdómurinn sjálfur hverfur. Allar líkur eru á því samfélagsleg áhrif veirunnar muni vara mun lengur en líkamleg einkenni hennar. Ef við verjum ekki fjárhagslega afkomu stúdenta á þessum tímum er hætt við því að stéttaskipting stúdenta muni aukast enn frekar. Það væri mikill missir fyrir samfélagið ef klárt og hæfileikaríkt fólk þyrfti að hætta í námi vegna fjárhagsstöðu sinnar á meðan misgáfuð afkvæmi auðvaldsins sitja eftir. Háskólinn er eins og stólaleikur að vissu leiti, þeir ná sem sæti hafa við borðið. Námið sjálft er vissulega ekki öllum auðvelt, en það er ómögulegt þeim sem ekki hafa efni á því. Aðgengi að menntun er grunnurinn að samfélagslegu jafnfrétti. Aðgerðir ríkisins til þess að vernda fjárhagslega afkomu stúdenta á þessum erfiðu tímum munu segja mikið um raunverulegan vilja ráðamanna í þessum efnum. Vilja þeir tryggja jöfnuð og jafnrétti til náms, eða vilja þeir forskot fyrir auðvaldið? Höfundur er félagsfræðinemi við Háskóla Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun