Ástæða þess að stefnumótun er það besta í krísu Stefán Sigurðsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun