Fyrirtæki illa undir kreppu búin: Mat á stjórnendum og starfsfólki Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. maí 2020 09:00 Hversu vel er fyrirtækið þitt undir það búið að takast á við komandi kreppu og samdráttarskeið? Vísir/Getty Í kjölfar bankahruns voru ýmsar rannsóknir framkvæmdar um þá eiginleika sem best nýttust hjá stjórnendum og starfsfólki sem náðu að sigla fyrirtækjum í gegnum þá kreppu. Laust fyrir síðustu áramót voru síðan kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem viðfangsefnið var að meta hversu vel eða illa, stjórnendur og starfsfólk væru í stakk búnir til að takast á við næstu kreppu. Niðurstöður sýndu að um helmingur stjórnenda og starfsfólks hefðu ekki það sem til þyrfti. Rannsóknin var framkvæmd af fyrirtækinu VitalSmarts í Bandaríkjunum, en það fyrirtæki sérhæfir sig í fyrirtækjaþjálfun og þróun á leiðtogafærni. Einn helsti forsvarsmaður VitalSmarts er David Maxfield, höfundur metsölubókanna Crucial Accountability, Influencer og Change Anything og ráðgjafi fyrir Fortune 500. Í úrtaki rannsóknarinnarvoru 1080 starfsmenn, bæði stjórnendur og starfsfólk. Samkvæmt niðurstöðum töldu stjórnendur að 47% starfsfólks þeirra hefði ekki getu til að takast á við niðursveiflu. Þá töldu 52% stjórnenda að starfsfólk þeirra hefði ekki mikla hæfni til að taka þátt í raunhæfum ákvarðanatökum um aðgerðir sem tryggja ættu að fyrirtækið myndi lifa af kreppu. Stjórnendur höfðu hins vegar minni áhyggjur af því að starfsfólk næði ekki að auka við framleiðni sína í starfi. Að sama skapi hafði starfsfólk ekki mikla trú á stjórnendum sínum. Þannig sögðust 52% starfsfólks ekki hafa trú á því að þeirra stjórnendur hefði það sem til þyrfti til að takast vel á við kreppu og aðeins 7,3% starfsfólks hafði trú á því að æðsti stjórnandi fyrirtækisins hefði leiðtogafærni til þess að gera áætlanir, miðla upplýsingum eða leiða áfram nauðsynlegar breytingar til þess að koma fyrirtækinu í gegnum kreppu. Mikilvægustu fimm styrkleikaþættirnir En hvaða styrkleika þurfa stjórnendur og starfsfólk að búa yfir til að koma fyrirtækjunum þeirra í gegnum kreppu? Í viðtali við Business Insider segir Maxfield að til þess að kalla fram þessar niðurstöður, hefði verið horft á þá fimm þætti sem kreppan í kjölfar bankahruns sýndi að hefðu skipt hvað mestu máli. Þessi fimm atriði eru: «Samskipti: Hversu opin eru þau, hversu líklegt/ólíklegt er að starfsfólk tjái sig, hversu einfaldar eða hraðar eru boðleiðir o.fl. «Sveigjanleiki: Hversu vel í stakk búin eru stjórnendur og starfsfólk til að taka hratt upp nýtt og skilvirkara verklag, hversu hratt er fólk tilbúið til að láta af viðjum vanans fyrir eitthvað nýtt og öðruvísi. «Framleiðni: Hversu líklegt er að stjórnendum og starfsfólki takist að auka á sína eigin framleiðni í starfi í kjölfar hagræðingaaðgerða og niðurskurðar. «Þrautseigja: Fyrir lágu upplýsingar um að algeng mistök stjórnenda í samdrætti væri að boða aðgerðir en ná síðan ekki að fylgja áformum alveg eftir. Því var kannað hversu líklegt stjórnendur og starfsfólk væri til þess að fylgja eftir áformum. «Leiðtogafærni: Hversu mikla hæfni hafa æðstu stjórnendur í því að fá fólk og teymi til að þétta raðirnar og beina sjónum sínum á nýjar brautir ef þess þarf. Stjórnun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Í kjölfar bankahruns voru ýmsar rannsóknir framkvæmdar um þá eiginleika sem best nýttust hjá stjórnendum og starfsfólki sem náðu að sigla fyrirtækjum í gegnum þá kreppu. Laust fyrir síðustu áramót voru síðan kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem viðfangsefnið var að meta hversu vel eða illa, stjórnendur og starfsfólk væru í stakk búnir til að takast á við næstu kreppu. Niðurstöður sýndu að um helmingur stjórnenda og starfsfólks hefðu ekki það sem til þyrfti. Rannsóknin var framkvæmd af fyrirtækinu VitalSmarts í Bandaríkjunum, en það fyrirtæki sérhæfir sig í fyrirtækjaþjálfun og þróun á leiðtogafærni. Einn helsti forsvarsmaður VitalSmarts er David Maxfield, höfundur metsölubókanna Crucial Accountability, Influencer og Change Anything og ráðgjafi fyrir Fortune 500. Í úrtaki rannsóknarinnarvoru 1080 starfsmenn, bæði stjórnendur og starfsfólk. Samkvæmt niðurstöðum töldu stjórnendur að 47% starfsfólks þeirra hefði ekki getu til að takast á við niðursveiflu. Þá töldu 52% stjórnenda að starfsfólk þeirra hefði ekki mikla hæfni til að taka þátt í raunhæfum ákvarðanatökum um aðgerðir sem tryggja ættu að fyrirtækið myndi lifa af kreppu. Stjórnendur höfðu hins vegar minni áhyggjur af því að starfsfólk næði ekki að auka við framleiðni sína í starfi. Að sama skapi hafði starfsfólk ekki mikla trú á stjórnendum sínum. Þannig sögðust 52% starfsfólks ekki hafa trú á því að þeirra stjórnendur hefði það sem til þyrfti til að takast vel á við kreppu og aðeins 7,3% starfsfólks hafði trú á því að æðsti stjórnandi fyrirtækisins hefði leiðtogafærni til þess að gera áætlanir, miðla upplýsingum eða leiða áfram nauðsynlegar breytingar til þess að koma fyrirtækinu í gegnum kreppu. Mikilvægustu fimm styrkleikaþættirnir En hvaða styrkleika þurfa stjórnendur og starfsfólk að búa yfir til að koma fyrirtækjunum þeirra í gegnum kreppu? Í viðtali við Business Insider segir Maxfield að til þess að kalla fram þessar niðurstöður, hefði verið horft á þá fimm þætti sem kreppan í kjölfar bankahruns sýndi að hefðu skipt hvað mestu máli. Þessi fimm atriði eru: «Samskipti: Hversu opin eru þau, hversu líklegt/ólíklegt er að starfsfólk tjái sig, hversu einfaldar eða hraðar eru boðleiðir o.fl. «Sveigjanleiki: Hversu vel í stakk búin eru stjórnendur og starfsfólk til að taka hratt upp nýtt og skilvirkara verklag, hversu hratt er fólk tilbúið til að láta af viðjum vanans fyrir eitthvað nýtt og öðruvísi. «Framleiðni: Hversu líklegt er að stjórnendum og starfsfólki takist að auka á sína eigin framleiðni í starfi í kjölfar hagræðingaaðgerða og niðurskurðar. «Þrautseigja: Fyrir lágu upplýsingar um að algeng mistök stjórnenda í samdrætti væri að boða aðgerðir en ná síðan ekki að fylgja áformum alveg eftir. Því var kannað hversu líklegt stjórnendur og starfsfólk væri til þess að fylgja eftir áformum. «Leiðtogafærni: Hversu mikla hæfni hafa æðstu stjórnendur í því að fá fólk og teymi til að þétta raðirnar og beina sjónum sínum á nýjar brautir ef þess þarf.
Stjórnun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira