Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:54 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36