Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel, samkvæmt tilkynningu.
Talsmaður parsins sagði við fjölmiðla að þau vildu senda þakklætiskveðjur til starfsmanna heilbrigðiskerfis Bretlands.
Johnson smitaðist eins og frægt er af nýju kórónuveirunni og var hann lagður inn á gjörgæslu vegna veikindanna. Hann var útskrifaður þann 12. apríl og sneri aftur til vinnu á mánudaginn.
Johnson og Symonds opinberuðu óléttuna í febrúar og tilkynntu þá einnig að þau hefðu trúlofað sig.
BREAKING: Prime Minister Boris Johnson and Carrie Symonds have announced the birth of "a healthy baby boy" at a London Hospital this morning.
— SkyNews (@SkyNews) April 29, 2020
Both mother and baby are doing very well, their spokesman says.
More on this breaking story: https://t.co/tVsvd5JACj pic.twitter.com/L4qvINBC2Y