Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir myndbönd af fljúgandi furðuhlutum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:31 Fljúgandi furðuhluturinn sem náðist á eitt myndbandanna. Skjáskot Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“ Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“
Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45
Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52