Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir myndbönd af fljúgandi furðuhlutum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:31 Fljúgandi furðuhluturinn sem náðist á eitt myndbandanna. Skjáskot Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“ Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“
Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45
Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52