COVID bjargráð Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. apríl 2020 20:20 Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar