Versta hugmynd allra tíma…? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. apríl 2020 13:00 „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun