Auglýsendur sem náðu forskoti í kreppum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. apríl 2020 09:00 Auglýsinga- og markaðsmál skipta miklu máli á samdráttartímum. Vísir/Getty Þegar lausafjárstaða er erfið og sala dregst mikið saman er fyrirtækjum tamt að draga saman seglin í auglýsinga- og markaðsmálum. Þó segja fræðin að það sé einmitt á samdráttartímum sem auglýsinga- og markaðsmál skipta hvað mestu máli. Þetta á við um bæði stærri og smærri fyrirtæki og kemur meðal annars fram í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi Sjö ráð fyrir smærri fyrirtæki á krepputímum. En eru þetta réttar kenningar og hvað er því til sönnunar? Í umfjöllun Forbes segir að rannsóknir hafi nú sýnt það í tæpa öld að markaðsmál skipta verulega miklu máli á krepputímum. Og það sem meira er: Auglýsendur geta jafnvel náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi sem Forbes tiltekur í umfjöllun sinni. Í kreppunni uppúr 1920 var morgunkornið Post með ráðandi markaðsstöðu í Bandaríkjunum. Þegar kreppan skall á, dró Post úr öllum auglýsingum öfugt við það sem Kelloggs gerði. Kelloggs gerði nákvæmlega hið gagnstæða og tvöfaldaði auglýsingafé sitt. Sala jókst um 30% og Kelloggs hefur æ síðan verið með leiðandi stöðu á markaði. Toyota lék svipaðan leik á samdráttarskeiði tímabilið 1973-1975. Tölur um eldsneytisnotkun í Bandaríkjunum frá þeim tíma sýna að Honda hafði þá forskot á Toyota og Volkswagen trónaði á toppnum. Sala Toyota hafði gengið ágætlega en frekar en að draga saman í auglýsingum, breyttu þeir áherslunum og fóru í ímyndarauglýsingar frekar en söluauglýsingar með langtímamarkmið í huga. Árið 1976 var Toyota strax komið með forskot á Volkswagen. Í litlu kreppunni 1990-1991 nýttu bæði Pizza Hut og Taco Bell tækifærið þegar McDonalds ákvað að draga verulega úr auglýsingum. Fyrirtækin gáfu vel í auglýsingar og endaði Pizza Hut með því að auka söluna um 61% og Taco Bell 40%. Salan hjá McDonalds dróst hins vegar saman um 28%. Vöxtur Amazon var 28% árið 2009. Skýringin á þessu er að í kjölfar bankahrunsins tók Amazon þá stefnu að kynna mun meira vöruúrval til sögunnar en áður og oft á lægra verði en víða tíðkaðist. Margt þótti þó nokkuð nýstárlegt, til dæmis rafbækur. En svo vel tókst til að jólin 2009 keyptu viðskiptavinir Amazon fleiri rafbækur en prentaðar, sem sparaði kostnað hjá Amazon og pening hjá viðskiptavinum. Stjórnun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Þegar lausafjárstaða er erfið og sala dregst mikið saman er fyrirtækjum tamt að draga saman seglin í auglýsinga- og markaðsmálum. Þó segja fræðin að það sé einmitt á samdráttartímum sem auglýsinga- og markaðsmál skipta hvað mestu máli. Þetta á við um bæði stærri og smærri fyrirtæki og kemur meðal annars fram í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi Sjö ráð fyrir smærri fyrirtæki á krepputímum. En eru þetta réttar kenningar og hvað er því til sönnunar? Í umfjöllun Forbes segir að rannsóknir hafi nú sýnt það í tæpa öld að markaðsmál skipta verulega miklu máli á krepputímum. Og það sem meira er: Auglýsendur geta jafnvel náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi sem Forbes tiltekur í umfjöllun sinni. Í kreppunni uppúr 1920 var morgunkornið Post með ráðandi markaðsstöðu í Bandaríkjunum. Þegar kreppan skall á, dró Post úr öllum auglýsingum öfugt við það sem Kelloggs gerði. Kelloggs gerði nákvæmlega hið gagnstæða og tvöfaldaði auglýsingafé sitt. Sala jókst um 30% og Kelloggs hefur æ síðan verið með leiðandi stöðu á markaði. Toyota lék svipaðan leik á samdráttarskeiði tímabilið 1973-1975. Tölur um eldsneytisnotkun í Bandaríkjunum frá þeim tíma sýna að Honda hafði þá forskot á Toyota og Volkswagen trónaði á toppnum. Sala Toyota hafði gengið ágætlega en frekar en að draga saman í auglýsingum, breyttu þeir áherslunum og fóru í ímyndarauglýsingar frekar en söluauglýsingar með langtímamarkmið í huga. Árið 1976 var Toyota strax komið með forskot á Volkswagen. Í litlu kreppunni 1990-1991 nýttu bæði Pizza Hut og Taco Bell tækifærið þegar McDonalds ákvað að draga verulega úr auglýsingum. Fyrirtækin gáfu vel í auglýsingar og endaði Pizza Hut með því að auka söluna um 61% og Taco Bell 40%. Salan hjá McDonalds dróst hins vegar saman um 28%. Vöxtur Amazon var 28% árið 2009. Skýringin á þessu er að í kjölfar bankahrunsins tók Amazon þá stefnu að kynna mun meira vöruúrval til sögunnar en áður og oft á lægra verði en víða tíðkaðist. Margt þótti þó nokkuð nýstárlegt, til dæmis rafbækur. En svo vel tókst til að jólin 2009 keyptu viðskiptavinir Amazon fleiri rafbækur en prentaðar, sem sparaði kostnað hjá Amazon og pening hjá viðskiptavinum.
Stjórnun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira