Íslendingar líkast til enn staddir í 93 löndum Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 13:10 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis heim. Vísir/SIGURJÓN Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins. „Borgaraþjónustan er alltaf að störfum í utanríkisþjónustunni en nú er bara í rauninni bara allt ráðuneytið sem er í borgaraþjónustunni og sendiskrifstofurnar líka. Við setjum allt okkar í það að reyna að hjálpa fólki og erum búin að vera að því undanfarnar vikur,“ sagði Gunnlaugur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að ef marka mætti gagnagrunn utanríkisráðuneytisins væru Íslendingar enn staddir erlendis í 93 mismunandi löndum en sú tala var 128 þegar mest var. Hvatti fólk til þess að snúa heim strax Af þeim 11.500 sem hafa skráð sig í gagnagrunninn hafa nú minnst 8.500 tilkynnt að þeir séu komnir til landsins eða ætli að vera áfram erlendis. Það bendir til þess að nokkur fjöldi Íslendinga sé enn að reyna að komast í burtu. „Við gerum allt hvað við getum til að aðstoða fólk til þess að komast heim.“ Þann 21. mars síðastliðinn hvatti Guðlaugur Þór þá Íslendinga sem hygðust koma til Íslands að snúa heim strax. Ástæðan fyrir því voru breyttar flugsamgöngur. „Þetta er alltaf að verða þyngra, einfaldlega vegna þess að það eru færri flug.“ Tryggja lágmarks flugsamgöngur Íslendingar séu eins og fyrr segir út um allan heim og ekki allir nálægt alþjóðaflugvelli. „Og jafnvel þá er ekki þar með sagt að það sé flogið og því getur verið ansi mikið púsluspil að koma fólki heim.“ Guðlaugur segir að hluti af aðgerðum stjórnvalda sé að tryggja að Icelandair fljúgi hið minnsta til Lundúna og Boston. Hugsanlega mun Stokkhólmur einnig bætast við. Greint var frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld myndu greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. Vonar að ríkið þurfi ekki að yfirtaka Icelandair Sérðu fyrir þér ef þetta dregst á langinn að Icelandair verði þá enn einu sinni í sögunni orðið ríkisrekið? „Við skulum nú vona að það komi ekki til þess.“ Aðgerðirnar sem stjórnvöld hafi gripið til miði að því að hjálpa fyrirtækjunum og að þau haldi starfsfólkinu. „Það er svona sambærilegt og aðrar þjóðir eru að gera en vonandi mun ekki koma til þess að það þurfi að yfirtaka félag eins og Icelandair. Hins vegar liggur það auðvitað fyrir að þetta er alveg ótrúlega erfitt umhverfi, ekki bara fyrir Icelandair heldur í rauninni fyrir öll flugfélög í heiminum eins og staðan er í dag og þetta er bara sú staða sem er uppi. Við höfum ekki séð þetta áður og vonandi heldur það áfram að okkur takist nú að halda þessu í skefjum hérna hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins. „Borgaraþjónustan er alltaf að störfum í utanríkisþjónustunni en nú er bara í rauninni bara allt ráðuneytið sem er í borgaraþjónustunni og sendiskrifstofurnar líka. Við setjum allt okkar í það að reyna að hjálpa fólki og erum búin að vera að því undanfarnar vikur,“ sagði Gunnlaugur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að ef marka mætti gagnagrunn utanríkisráðuneytisins væru Íslendingar enn staddir erlendis í 93 mismunandi löndum en sú tala var 128 þegar mest var. Hvatti fólk til þess að snúa heim strax Af þeim 11.500 sem hafa skráð sig í gagnagrunninn hafa nú minnst 8.500 tilkynnt að þeir séu komnir til landsins eða ætli að vera áfram erlendis. Það bendir til þess að nokkur fjöldi Íslendinga sé enn að reyna að komast í burtu. „Við gerum allt hvað við getum til að aðstoða fólk til þess að komast heim.“ Þann 21. mars síðastliðinn hvatti Guðlaugur Þór þá Íslendinga sem hygðust koma til Íslands að snúa heim strax. Ástæðan fyrir því voru breyttar flugsamgöngur. „Þetta er alltaf að verða þyngra, einfaldlega vegna þess að það eru færri flug.“ Tryggja lágmarks flugsamgöngur Íslendingar séu eins og fyrr segir út um allan heim og ekki allir nálægt alþjóðaflugvelli. „Og jafnvel þá er ekki þar með sagt að það sé flogið og því getur verið ansi mikið púsluspil að koma fólki heim.“ Guðlaugur segir að hluti af aðgerðum stjórnvalda sé að tryggja að Icelandair fljúgi hið minnsta til Lundúna og Boston. Hugsanlega mun Stokkhólmur einnig bætast við. Greint var frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld myndu greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. Vonar að ríkið þurfi ekki að yfirtaka Icelandair Sérðu fyrir þér ef þetta dregst á langinn að Icelandair verði þá enn einu sinni í sögunni orðið ríkisrekið? „Við skulum nú vona að það komi ekki til þess.“ Aðgerðirnar sem stjórnvöld hafi gripið til miði að því að hjálpa fyrirtækjunum og að þau haldi starfsfólkinu. „Það er svona sambærilegt og aðrar þjóðir eru að gera en vonandi mun ekki koma til þess að það þurfi að yfirtaka félag eins og Icelandair. Hins vegar liggur það auðvitað fyrir að þetta er alveg ótrúlega erfitt umhverfi, ekki bara fyrir Icelandair heldur í rauninni fyrir öll flugfélög í heiminum eins og staðan er í dag og þetta er bara sú staða sem er uppi. Við höfum ekki séð þetta áður og vonandi heldur það áfram að okkur takist nú að halda þessu í skefjum hérna hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57
Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36