Íslendingar líkast til enn staddir í 93 löndum Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 13:10 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis heim. Vísir/SIGURJÓN Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins. „Borgaraþjónustan er alltaf að störfum í utanríkisþjónustunni en nú er bara í rauninni bara allt ráðuneytið sem er í borgaraþjónustunni og sendiskrifstofurnar líka. Við setjum allt okkar í það að reyna að hjálpa fólki og erum búin að vera að því undanfarnar vikur,“ sagði Gunnlaugur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að ef marka mætti gagnagrunn utanríkisráðuneytisins væru Íslendingar enn staddir erlendis í 93 mismunandi löndum en sú tala var 128 þegar mest var. Hvatti fólk til þess að snúa heim strax Af þeim 11.500 sem hafa skráð sig í gagnagrunninn hafa nú minnst 8.500 tilkynnt að þeir séu komnir til landsins eða ætli að vera áfram erlendis. Það bendir til þess að nokkur fjöldi Íslendinga sé enn að reyna að komast í burtu. „Við gerum allt hvað við getum til að aðstoða fólk til þess að komast heim.“ Þann 21. mars síðastliðinn hvatti Guðlaugur Þór þá Íslendinga sem hygðust koma til Íslands að snúa heim strax. Ástæðan fyrir því voru breyttar flugsamgöngur. „Þetta er alltaf að verða þyngra, einfaldlega vegna þess að það eru færri flug.“ Tryggja lágmarks flugsamgöngur Íslendingar séu eins og fyrr segir út um allan heim og ekki allir nálægt alþjóðaflugvelli. „Og jafnvel þá er ekki þar með sagt að það sé flogið og því getur verið ansi mikið púsluspil að koma fólki heim.“ Guðlaugur segir að hluti af aðgerðum stjórnvalda sé að tryggja að Icelandair fljúgi hið minnsta til Lundúna og Boston. Hugsanlega mun Stokkhólmur einnig bætast við. Greint var frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld myndu greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. Vonar að ríkið þurfi ekki að yfirtaka Icelandair Sérðu fyrir þér ef þetta dregst á langinn að Icelandair verði þá enn einu sinni í sögunni orðið ríkisrekið? „Við skulum nú vona að það komi ekki til þess.“ Aðgerðirnar sem stjórnvöld hafi gripið til miði að því að hjálpa fyrirtækjunum og að þau haldi starfsfólkinu. „Það er svona sambærilegt og aðrar þjóðir eru að gera en vonandi mun ekki koma til þess að það þurfi að yfirtaka félag eins og Icelandair. Hins vegar liggur það auðvitað fyrir að þetta er alveg ótrúlega erfitt umhverfi, ekki bara fyrir Icelandair heldur í rauninni fyrir öll flugfélög í heiminum eins og staðan er í dag og þetta er bara sú staða sem er uppi. Við höfum ekki séð þetta áður og vonandi heldur það áfram að okkur takist nú að halda þessu í skefjum hérna hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins. „Borgaraþjónustan er alltaf að störfum í utanríkisþjónustunni en nú er bara í rauninni bara allt ráðuneytið sem er í borgaraþjónustunni og sendiskrifstofurnar líka. Við setjum allt okkar í það að reyna að hjálpa fólki og erum búin að vera að því undanfarnar vikur,“ sagði Gunnlaugur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að ef marka mætti gagnagrunn utanríkisráðuneytisins væru Íslendingar enn staddir erlendis í 93 mismunandi löndum en sú tala var 128 þegar mest var. Hvatti fólk til þess að snúa heim strax Af þeim 11.500 sem hafa skráð sig í gagnagrunninn hafa nú minnst 8.500 tilkynnt að þeir séu komnir til landsins eða ætli að vera áfram erlendis. Það bendir til þess að nokkur fjöldi Íslendinga sé enn að reyna að komast í burtu. „Við gerum allt hvað við getum til að aðstoða fólk til þess að komast heim.“ Þann 21. mars síðastliðinn hvatti Guðlaugur Þór þá Íslendinga sem hygðust koma til Íslands að snúa heim strax. Ástæðan fyrir því voru breyttar flugsamgöngur. „Þetta er alltaf að verða þyngra, einfaldlega vegna þess að það eru færri flug.“ Tryggja lágmarks flugsamgöngur Íslendingar séu eins og fyrr segir út um allan heim og ekki allir nálægt alþjóðaflugvelli. „Og jafnvel þá er ekki þar með sagt að það sé flogið og því getur verið ansi mikið púsluspil að koma fólki heim.“ Guðlaugur segir að hluti af aðgerðum stjórnvalda sé að tryggja að Icelandair fljúgi hið minnsta til Lundúna og Boston. Hugsanlega mun Stokkhólmur einnig bætast við. Greint var frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld myndu greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. Vonar að ríkið þurfi ekki að yfirtaka Icelandair Sérðu fyrir þér ef þetta dregst á langinn að Icelandair verði þá enn einu sinni í sögunni orðið ríkisrekið? „Við skulum nú vona að það komi ekki til þess.“ Aðgerðirnar sem stjórnvöld hafi gripið til miði að því að hjálpa fyrirtækjunum og að þau haldi starfsfólkinu. „Það er svona sambærilegt og aðrar þjóðir eru að gera en vonandi mun ekki koma til þess að það þurfi að yfirtaka félag eins og Icelandair. Hins vegar liggur það auðvitað fyrir að þetta er alveg ótrúlega erfitt umhverfi, ekki bara fyrir Icelandair heldur í rauninni fyrir öll flugfélög í heiminum eins og staðan er í dag og þetta er bara sú staða sem er uppi. Við höfum ekki séð þetta áður og vonandi heldur það áfram að okkur takist nú að halda þessu í skefjum hérna hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57
Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. 30. mars 2020 13:36