Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 07:44 Stór hluti fyrirtækjanna er í sjávarútvegi. Vísir/Jóhann Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira