Vinnuskólinn í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir skrifar 21. apríl 2020 10:30 Það er fátt mikilvægara í lífinu en að fá vinnu, við eigum það flest sameiginlegt sem erum að nálgast miðjan aldur að við byrjuðum á því að vinna við að snyrta umhverfið í kringum okkur. Það var ólýsanleg tilfinning að fá fyrsta launaumslagið í hendurnar, það sem ég var stolt af sjálfri mér og því sjálfstæði sem ég hafði öðlast þegar ég tók á móti fyrsta launaumslaginu. Það að fá að vera í vinnu með bestu vinum sínum og kynnast síðan öðrum krökkum og læra allt aðra hluti heldur en manni voru kenndir í skólanum var stór hluti af því að þroskast. Mikilvægi vinnuskólans er margfalt meira núna en áður Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Þar sem hörð samkeppni mun verða í sumar um laus störf og allar líkur á því að ungmenni munu ekki fá mikla vinnu hjá einkaaðilum þá verður Reykjavíkurborg að gera mun meira en undanfarin ár fyrir ungmenni sem vilja vinna í vinnuskólanum. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Það er því mikilvægt að skoðaðar verði leiðir til þess að lengja það tímabil sem ungmenni geta fengið að vinna. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem ungmenni fá að vinna í vinnuskóla reykjavíkur er stór þáttur í því. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg þarf að hjálpa til við það að auka virkni ungmenna sem núna hafa farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis. Þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á fjölda ungmenna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt mikilvægara í lífinu en að fá vinnu, við eigum það flest sameiginlegt sem erum að nálgast miðjan aldur að við byrjuðum á því að vinna við að snyrta umhverfið í kringum okkur. Það var ólýsanleg tilfinning að fá fyrsta launaumslagið í hendurnar, það sem ég var stolt af sjálfri mér og því sjálfstæði sem ég hafði öðlast þegar ég tók á móti fyrsta launaumslaginu. Það að fá að vera í vinnu með bestu vinum sínum og kynnast síðan öðrum krökkum og læra allt aðra hluti heldur en manni voru kenndir í skólanum var stór hluti af því að þroskast. Mikilvægi vinnuskólans er margfalt meira núna en áður Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Þar sem hörð samkeppni mun verða í sumar um laus störf og allar líkur á því að ungmenni munu ekki fá mikla vinnu hjá einkaaðilum þá verður Reykjavíkurborg að gera mun meira en undanfarin ár fyrir ungmenni sem vilja vinna í vinnuskólanum. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Það er því mikilvægt að skoðaðar verði leiðir til þess að lengja það tímabil sem ungmenni geta fengið að vinna. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem ungmenni fá að vinna í vinnuskóla reykjavíkur er stór þáttur í því. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg þarf að hjálpa til við það að auka virkni ungmenna sem núna hafa farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis. Þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á fjölda ungmenna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun