Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 11:38 Íran glímir ekki aðeins við þúsundir dauðsfalla vegna kórónuveirunnar heldur einnig afleiðingar þess að þúsundir hafa drukkið tréspíra. AP/Vahid Salemi Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35
Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23