Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 11:38 Íran glímir ekki aðeins við þúsundir dauðsfalla vegna kórónuveirunnar heldur einnig afleiðingar þess að þúsundir hafa drukkið tréspíra. AP/Vahid Salemi Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35
Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23