„Force majeure-klásúla“ óvænt komin inn í skilmála Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2020 11:35 Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir að fyrir liggi fjöldi erinda þar á borði frá óánægðum viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna sem eiga fullt í fangi með að losa sig frá áskrift þó líkamsræktarstöðvarnar séu lokaðar. visir/vilhelm Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu. Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu.
Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira