Lærdómar úr fordæmaleysinu fyrir skipulag bæja Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:45 Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skipulag Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun