Að senda fólki fingurinn Flosi Eiríksson skrifar 27. mars 2020 12:00 Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Kópavogur Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar