Fréttaflutningur á tímum almannahættu Þórir Guðmundsson skrifar 26. mars 2020 12:30 Á tímum óvissu, kvíða og almannahættu þurfa fjölmiðlar að sinna því klassíska hlutverki sínu að upplýsa og fræða, spyrja og gagnrýna, sem aldrei fyrr. Þeir þurfa að sinna því hlutverki betur og við flóknari aðstæður en venjulega. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður á um það í sinni ritstjórnarstefnu að upplýsa almenning, hafa sannleikann að leiðarljósi og vera sjálfstæð í sínum störfum. Þessari stefnu höfum við fylgt síðan hún var sett og hún er undirstaða fréttaflutnings okkar af kórónuveirufaraldrinum sem nú skekur Ísland og heimsbyggðina. Af þessum ástæðum höfum við frá upphafi lagt ofuráherslu á fræðslugildi okkar fréttaflutnings af kórónuveirunni allt frá því fyrstu upplýsingar um hana fóru að berast frá Wuhan um síðustu áramót. Við höfum sýnt daglega upplýsingafundi Almannavarna í beinni útsendingu frá upphafi bæði á Vísi og í sjónvarpi. Við héldum borgarafund á Stöð 2 þar sem almenningur fékk tækifæri til að spyrja fólkið sem hefur haft orð fyrir því sérfræðingateymi sem tekst á við faraldurinn hér á landi. Á Vísi höldum við úti vefsíðu um faraldurinn, þar sem búið er að safna saman ýmiss konar fróðleik, ráðleggingum og öðru upplýsingaefni auk allra frétta og greina sem við birtum um málið. Við höfum komið upp sérstakri síðu á pólsku til þess að þjóna tugþúsundum Íslendinga sem geta betur meðtekið fréttir á því tungumáli. Fréttaskýringaþátturinn Kompás skoðaði nýlega aðstæður einstaklinga sem Covid-19 sjúkdómurinn herjaði á. Þetta gerum við til að fræða og upplýsa almenning á viðsjárverðum tímum. Fréttamenn þurfa líka að spyrja gagnrýninna og ágengra spurninga. Það höfum við gert og ætlum að halda því áfram. Það er ánægjuefni að slíkum spurningum hefur almennt verið vel tekið og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók á nýlegum blaðamannafundi sérstaklega fram að hann fagnaði gagnrýni því þannig gætu viðbragðsaðilar bætt sig. Á samfélagsmiðlum og víðar er auðvelt að finna upphrópanir, órökstuddar aðdróttanir og villtar samsæriskenningar. Það væri auðvelt fyrir fjölmiðil að velta sér upp úr slíku og fá með því lestur, hlustun eða áhorf. Það er ekki okkar tebolli. Á sama tíma er mikilvægt að spurningar séu settar fram til að fá svör sem upplýsa almenning og skýra málið sem fjallað er um. Ef ekki fást svör við brýnum spurningum þá munum við spyrja aftur. Og aftur ef nauðsyn krefur. Þessa vinnu stundum við á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar við afar óvenjulegar starfsaðstæður. Mikill meirihluti fréttamanna vinnur nú heima. Þeim sem vinna kvöldfréttir Stöðvar 2 hefur verið skipt upp í þrjú teymi; eitt sem mætir á vettvang en vinnur fréttir sínar án þess að fara nokkurn tíma á fréttastofuna við Suðurlandsbraut og svo tvö teymi sem mæta á fréttastofuna en vinna mismunandi vaktir og hittast aldrei. Birgir Olgeirsson fréttamaður heldur tveggja metra bili milli sín og viðmælanda, Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa, og notar stefnuvirkan hljóðnema.Einar Árnason/Vísir Áhorfendur frétta á Stöð 2 hafa ef til vill tekið eftir því að við erum farin að nota stefnuvirkan hljóðnema sem hefur verið festur á langt skaft til að halda fjarlægð við viðmælendur. Unnið er við annað hvert skrifborð á fréttastofunni. Þulir og viðmælendur farða sig sjálfir og á milli þeirra eiga að vera tveir metrar. Með þessu móti vonumst við til að halda heilsu og getu til að miðla fréttum á meðan faraldurinn geisar. Það hefur komið okkur á óvart að þessar skrítnu vinnuaðstæður hafa í raun ekki virkað takmarkandi fyrir fréttaflutninginn. Jú, við söknum sannarlega samneytisins í vinnunni og andans á fréttastofunni þegar hópurinn vinnur saman að mikilvægu fréttamáli. En ég efast um að lesandi Vísis, hlustandi Bylgjunnar eða áhorfandi kvöldfrétta á Stöð 2 verði mjög var við muninn. Við á fréttastofunni ætlum á næstunni eins og hingað til að leggja áherslu á vandaðan, ábyrgan og innihaldsríkan fréttaflutning. Við viljum fá fram ólíkar skoðanir en við ætlum að tala við faraldursfræðinga um faraldursfræðina, svo dæmi sé tekið, og heyra fyrstu hendi frá einstaklingum sem verða fyrir margvíslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar og Covid-19 sjúkdómsins. Við ætlum áfram að fræða fólk svo það geti betur varið sig gegn veirunni og betur brugðist við öllum þeim breytingum á lífsmynstri okkar sem faraldurinn veldur. Við ætlum að leggja okkur fram um að fá bestu upplýsingar og tryggja að fréttaflutningur okkar byggist á staðreyndum en ekki getgátum. Það gerum við alltaf en það er mikilvægara nú en nokkru sinni. Við viljum segja frá reynslu annarra þjóða af baráttunni gegn kórónuvágestinum; það er áhugavert í sjálfu sér og gefur okkur samanburð. Sömuleiðis viljum við forðast að fréttaflutningurinn sjálfur valdi kvíða og þunglyndi; við sjáum líka björtu hliðarnar, hið mannlega og, já, jafnvel það skemmtilega. Við ætlum líka að fylgja eftir öðrum fréttum eins og okkur er unnt. Það er okkar loforð til lesenda Vísis, hlustenda Bylgjunnar og áhorfenda Stöðvar 2. Höfundur er ritstjóri frétta á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á tímum óvissu, kvíða og almannahættu þurfa fjölmiðlar að sinna því klassíska hlutverki sínu að upplýsa og fræða, spyrja og gagnrýna, sem aldrei fyrr. Þeir þurfa að sinna því hlutverki betur og við flóknari aðstæður en venjulega. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður á um það í sinni ritstjórnarstefnu að upplýsa almenning, hafa sannleikann að leiðarljósi og vera sjálfstæð í sínum störfum. Þessari stefnu höfum við fylgt síðan hún var sett og hún er undirstaða fréttaflutnings okkar af kórónuveirufaraldrinum sem nú skekur Ísland og heimsbyggðina. Af þessum ástæðum höfum við frá upphafi lagt ofuráherslu á fræðslugildi okkar fréttaflutnings af kórónuveirunni allt frá því fyrstu upplýsingar um hana fóru að berast frá Wuhan um síðustu áramót. Við höfum sýnt daglega upplýsingafundi Almannavarna í beinni útsendingu frá upphafi bæði á Vísi og í sjónvarpi. Við héldum borgarafund á Stöð 2 þar sem almenningur fékk tækifæri til að spyrja fólkið sem hefur haft orð fyrir því sérfræðingateymi sem tekst á við faraldurinn hér á landi. Á Vísi höldum við úti vefsíðu um faraldurinn, þar sem búið er að safna saman ýmiss konar fróðleik, ráðleggingum og öðru upplýsingaefni auk allra frétta og greina sem við birtum um málið. Við höfum komið upp sérstakri síðu á pólsku til þess að þjóna tugþúsundum Íslendinga sem geta betur meðtekið fréttir á því tungumáli. Fréttaskýringaþátturinn Kompás skoðaði nýlega aðstæður einstaklinga sem Covid-19 sjúkdómurinn herjaði á. Þetta gerum við til að fræða og upplýsa almenning á viðsjárverðum tímum. Fréttamenn þurfa líka að spyrja gagnrýninna og ágengra spurninga. Það höfum við gert og ætlum að halda því áfram. Það er ánægjuefni að slíkum spurningum hefur almennt verið vel tekið og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók á nýlegum blaðamannafundi sérstaklega fram að hann fagnaði gagnrýni því þannig gætu viðbragðsaðilar bætt sig. Á samfélagsmiðlum og víðar er auðvelt að finna upphrópanir, órökstuddar aðdróttanir og villtar samsæriskenningar. Það væri auðvelt fyrir fjölmiðil að velta sér upp úr slíku og fá með því lestur, hlustun eða áhorf. Það er ekki okkar tebolli. Á sama tíma er mikilvægt að spurningar séu settar fram til að fá svör sem upplýsa almenning og skýra málið sem fjallað er um. Ef ekki fást svör við brýnum spurningum þá munum við spyrja aftur. Og aftur ef nauðsyn krefur. Þessa vinnu stundum við á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar við afar óvenjulegar starfsaðstæður. Mikill meirihluti fréttamanna vinnur nú heima. Þeim sem vinna kvöldfréttir Stöðvar 2 hefur verið skipt upp í þrjú teymi; eitt sem mætir á vettvang en vinnur fréttir sínar án þess að fara nokkurn tíma á fréttastofuna við Suðurlandsbraut og svo tvö teymi sem mæta á fréttastofuna en vinna mismunandi vaktir og hittast aldrei. Birgir Olgeirsson fréttamaður heldur tveggja metra bili milli sín og viðmælanda, Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa, og notar stefnuvirkan hljóðnema.Einar Árnason/Vísir Áhorfendur frétta á Stöð 2 hafa ef til vill tekið eftir því að við erum farin að nota stefnuvirkan hljóðnema sem hefur verið festur á langt skaft til að halda fjarlægð við viðmælendur. Unnið er við annað hvert skrifborð á fréttastofunni. Þulir og viðmælendur farða sig sjálfir og á milli þeirra eiga að vera tveir metrar. Með þessu móti vonumst við til að halda heilsu og getu til að miðla fréttum á meðan faraldurinn geisar. Það hefur komið okkur á óvart að þessar skrítnu vinnuaðstæður hafa í raun ekki virkað takmarkandi fyrir fréttaflutninginn. Jú, við söknum sannarlega samneytisins í vinnunni og andans á fréttastofunni þegar hópurinn vinnur saman að mikilvægu fréttamáli. En ég efast um að lesandi Vísis, hlustandi Bylgjunnar eða áhorfandi kvöldfrétta á Stöð 2 verði mjög var við muninn. Við á fréttastofunni ætlum á næstunni eins og hingað til að leggja áherslu á vandaðan, ábyrgan og innihaldsríkan fréttaflutning. Við viljum fá fram ólíkar skoðanir en við ætlum að tala við faraldursfræðinga um faraldursfræðina, svo dæmi sé tekið, og heyra fyrstu hendi frá einstaklingum sem verða fyrir margvíslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar og Covid-19 sjúkdómsins. Við ætlum áfram að fræða fólk svo það geti betur varið sig gegn veirunni og betur brugðist við öllum þeim breytingum á lífsmynstri okkar sem faraldurinn veldur. Við ætlum að leggja okkur fram um að fá bestu upplýsingar og tryggja að fréttaflutningur okkar byggist á staðreyndum en ekki getgátum. Það gerum við alltaf en það er mikilvægara nú en nokkru sinni. Við viljum segja frá reynslu annarra þjóða af baráttunni gegn kórónuvágestinum; það er áhugavert í sjálfu sér og gefur okkur samanburð. Sömuleiðis viljum við forðast að fréttaflutningurinn sjálfur valdi kvíða og þunglyndi; við sjáum líka björtu hliðarnar, hið mannlega og, já, jafnvel það skemmtilega. Við ætlum líka að fylgja eftir öðrum fréttum eins og okkur er unnt. Það er okkar loforð til lesenda Vísis, hlustenda Bylgjunnar og áhorfenda Stöðvar 2. Höfundur er ritstjóri frétta á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun