ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 19:30 Kvennalið ÍR en þær munu ekki leika í deildarkeppninni á næstu leiktíð. mynd/ír Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira