ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 19:30 Kvennalið ÍR en þær munu ekki leika í deildarkeppninni á næstu leiktíð. mynd/ír Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Sjá meira