Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 13:35 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Vísir/Sigurjón Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“ Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“
Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50
Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48