Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 13:35 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Vísir/Sigurjón Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“ Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“
Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50
Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48