Krefja nýja eigendur WOW um sautján milljónir vegna vangoldinna launa Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2020 08:34 Ballarin hefur sagst hafa sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli. Vísir Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra voru forritararnir fengnir til að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW og störfuðu eftir verktakasamningi sem gerður var á milli félags þeirra Maverick ehf og USAerospace Associates. Greiðslur fyrir verkið eru sagðar hafa byrjað að dragast um áramótin og í kjölfarið hafi bandaríska félagið sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, hefur unnið að því að endurreisa fallna flugfélagið WOW Air undir sama nafni. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september síðastliðinn og kynnti áform um endurreisn félagsins. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert varð af því og var jómfrúarfluginu síðar frestað. Nú síðast í byrjun janúar boðaði Ballarin flugtak hins nýja WOW air „innan fárra vikna.“ Skemmst er frá því að segja að enn er ekki hægt að bóka flugmiða á heimasíðu félagsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttir af flugi WOW Air Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra voru forritararnir fengnir til að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW og störfuðu eftir verktakasamningi sem gerður var á milli félags þeirra Maverick ehf og USAerospace Associates. Greiðslur fyrir verkið eru sagðar hafa byrjað að dragast um áramótin og í kjölfarið hafi bandaríska félagið sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, hefur unnið að því að endurreisa fallna flugfélagið WOW Air undir sama nafni. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september síðastliðinn og kynnti áform um endurreisn félagsins. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert varð af því og var jómfrúarfluginu síðar frestað. Nú síðast í byrjun janúar boðaði Ballarin flugtak hins nýja WOW air „innan fárra vikna.“ Skemmst er frá því að segja að enn er ekki hægt að bóka flugmiða á heimasíðu félagsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Fréttir af flugi WOW Air Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira