Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Ellen Calmon skrifar 23. mars 2020 19:14 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun