Fótbolti

Stefnir í miklar breytingar hjá Newcastle United á næstunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tekst Newcastle að sannfæra þessa tvo um að flytja til Englands?
Tekst Newcastle að sannfæra þessa tvo um að flytja til Englands? Vísir/BBC

Það stefnir í miklar breytingar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United á næstunni. Talið er að Mike Ashley, eigandi liðsins, sé í þann mund að selja liðið fyrir 300 milljónir punda. Mohammed bin Salman, krónprins frá Sádi-Arabíu,  er að kaupa félagið samkvæmt heimildum Daily Mail en Amanda Staveley sér um kaupin fyrir hans hönd.

Yrði hann ríkasti eigandi knattspyrnuliðs í ensku úrvalsdeildarinnar og líklega heiminum en auðæfi fjölskyldu hans eru metin á yfir billjarð punda.

Mannréttinda samtökin Amnesty International hafa gagnrýnt fjölskyldu Salman harðlega en stjórnvöld í Sádi-Arabíu eru talin brjóta reglulega á mannréttindum þegna sinna. Pyntingar eru daglegt brauð sem og aftökur ásamt því að kynin eru á engan hátt jöfn innan landamæra Sádi-Arabíu.

Þá hefur TIME ásakað Salman um að vera höfuðpaurinn á bakvið stríðið í Yemen.

Talið er að Salman myndi losa sig við Steve Bruce, þjálfara liðsins. Í hans stað kæmi Max Allegri, fyrrum þjálfari Juventus. Þá gæti Arturo Vidal, leikmaður Barcelona, verið á leiðinni til Newcastle.

Það er ljóst að Salman er tilbúinn að leggja mikið af fjármunum í að styrkja Newcastle en hann hefur ekki verið hræddur við spreða auðæfum sínum undanfarin ár. Til að mynda á hann snekkju og málverk eftir Leonardo da Vinci sem kostuðu meira en Newcastle mun gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×