Almannavarnir virkilega fyrir alla! Sabine Leskopf skrifar 18. mars 2020 13:00 Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun