Annar sigur Arsenal í röð, von­leysi Sheffi­eld heldur á­fram og Leeds niður­lægði WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang fagna á American Express Community leikvanginum í kvöld.
Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang fagna á American Express Community leikvanginum í kvöld. Mike Hewitt/Getty Images

Arsenal vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann 0-1 sigur á Brighton á útivelli í kvöld. Alexandra Lacazette skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.

Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Pierre Emerick Aubameyang var aftur kominn í byrjunarlið Arsenal en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, skipti Lacazette á völlinn á 66. mínútu.

Sú skipting skilaði sér innan við mínútu síðar er sá franski skoraði fyrsta og eina mark leiksins eftir undirbúning Bukayo Saka. Lokatölur 1-0.

Arsenal er því komið upp í þrettánda sæti deildarinnar með tuttugu stig en Brighton er í sautjánda sætinu með þrettán stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Leeds var með sýningu á The Hawthorns er liðið skellti WBA, 5-0, eftir að hafa verið 4-0 yfir í hálfleik. Fyrsta markið var sjálfsmark á 9. mínútu en annað markið skoraði Ezgjan Alioski á 31. mínútu.

Jack Harrison skoraði þriðja markið á 36. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Rodrigo fjórða markið. Niðurlæging. Fimmta og síðasta mark leiksins skoraði Rapinha á 72. mínútu og það urðu lokatölur.

Leeds er í ellefta sæti deildarinnar með 23 stig en WBA er í nítjánda sætinu með átta stig.

Vandræði Sheffield United heldur áfram. Liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli gegn Burnley, 1-0, en markið skoraði Ben Mee á 32. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley en liðið er í 16. sætinu. Sheffield er á botni deildarinnar með tvö stig, án sigurs eftir sextán leiki.

Southampton og West Ham gerðu svo markalaust jafntefli. Liðin eru í níunda og tíunda sæti deildarinnar; Southampton er með 26 stig en West Ham 23.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira