Annar sigur Arsenal í röð, vonleysi Sheffield heldur áfram og Leeds niðurlægði WBA Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 19:51 Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang fagna á American Express Community leikvanginum í kvöld. Mike Hewitt/Getty Images Arsenal vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann 0-1 sigur á Brighton á útivelli í kvöld. Alexandra Lacazette skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Pierre Emerick Aubameyang var aftur kominn í byrjunarlið Arsenal en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, skipti Lacazette á völlinn á 66. mínútu. Sú skipting skilaði sér innan við mínútu síðar er sá franski skoraði fyrsta og eina mark leiksins eftir undirbúning Bukayo Saka. Lokatölur 1-0. 3 - Tonight is the third time this season that Alexandre Lacazette has opened the scoring in an away Premier League game for Arsenal (also v Fulham and Liverpool); he only did so three times in his first three seasons with the club combined before this. Impact. pic.twitter.com/pjZYQmXTwX— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 Arsenal er því komið upp í þrettánda sæti deildarinnar með tuttugu stig en Brighton er í sautjánda sætinu með þrettán stig, tveimur stigum frá fallsæti. Leeds var með sýningu á The Hawthorns er liðið skellti WBA, 5-0, eftir að hafa verið 4-0 yfir í hálfleik. Fyrsta markið var sjálfsmark á 9. mínútu en annað markið skoraði Ezgjan Alioski á 31. mínútu. Jack Harrison skoraði þriðja markið á 36. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Rodrigo fjórða markið. Niðurlæging. Fimmta og síðasta mark leiksins skoraði Rapinha á 72. mínútu og það urðu lokatölur. Leeds er í ellefta sæti deildarinnar með 23 stig en WBA er í nítjánda sætinu með átta stig. Leeds have now scored more PL goals this season than they did in the whole of 1996-97. When they came 11th with 28 goals. Hearing reports Bielsa and George Graham might have different philosophies.— Duncan Alexander (@oilysailor) December 29, 2020 Vandræði Sheffield United heldur áfram. Liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli gegn Burnley, 1-0, en markið skoraði Ben Mee á 32. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley en liðið er í 16. sætinu. Sheffield er á botni deildarinnar með tvö stig, án sigurs eftir sextán leiki. Southampton og West Ham gerðu svo markalaust jafntefli. Liðin eru í níunda og tíunda sæti deildarinnar; Southampton er með 26 stig en West Ham 23. FT: Southampton 0-0 West HamIt ends goalless at St Mary's. Follow: https://t.co/NZEGVaoAFj#bbcfootball #SOUWHU pic.twitter.com/YKMUVRVhym— BBC Sport (@BBCSport) December 29, 2020 Fótbolti Enski boltinn
Arsenal vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann 0-1 sigur á Brighton á útivelli í kvöld. Alexandra Lacazette skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Pierre Emerick Aubameyang var aftur kominn í byrjunarlið Arsenal en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, skipti Lacazette á völlinn á 66. mínútu. Sú skipting skilaði sér innan við mínútu síðar er sá franski skoraði fyrsta og eina mark leiksins eftir undirbúning Bukayo Saka. Lokatölur 1-0. 3 - Tonight is the third time this season that Alexandre Lacazette has opened the scoring in an away Premier League game for Arsenal (also v Fulham and Liverpool); he only did so three times in his first three seasons with the club combined before this. Impact. pic.twitter.com/pjZYQmXTwX— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 Arsenal er því komið upp í þrettánda sæti deildarinnar með tuttugu stig en Brighton er í sautjánda sætinu með þrettán stig, tveimur stigum frá fallsæti. Leeds var með sýningu á The Hawthorns er liðið skellti WBA, 5-0, eftir að hafa verið 4-0 yfir í hálfleik. Fyrsta markið var sjálfsmark á 9. mínútu en annað markið skoraði Ezgjan Alioski á 31. mínútu. Jack Harrison skoraði þriðja markið á 36. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Rodrigo fjórða markið. Niðurlæging. Fimmta og síðasta mark leiksins skoraði Rapinha á 72. mínútu og það urðu lokatölur. Leeds er í ellefta sæti deildarinnar með 23 stig en WBA er í nítjánda sætinu með átta stig. Leeds have now scored more PL goals this season than they did in the whole of 1996-97. When they came 11th with 28 goals. Hearing reports Bielsa and George Graham might have different philosophies.— Duncan Alexander (@oilysailor) December 29, 2020 Vandræði Sheffield United heldur áfram. Liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli gegn Burnley, 1-0, en markið skoraði Ben Mee á 32. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley en liðið er í 16. sætinu. Sheffield er á botni deildarinnar með tvö stig, án sigurs eftir sextán leiki. Southampton og West Ham gerðu svo markalaust jafntefli. Liðin eru í níunda og tíunda sæti deildarinnar; Southampton er með 26 stig en West Ham 23. FT: Southampton 0-0 West HamIt ends goalless at St Mary's. Follow: https://t.co/NZEGVaoAFj#bbcfootball #SOUWHU pic.twitter.com/YKMUVRVhym— BBC Sport (@BBCSport) December 29, 2020