Juventus steinlá á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 21:30 Leikmenn Juventus áttu ekki góðan leik í kvöld. Giorgio Perottino/Getty Images Ítalíumeistarar Juventus töpuðu 0-3 gegn Fiorentina á heimavelli sínum í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Dusan Vlahovic kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu og ekki skánaði það þegar Juan Cuadrado fékk rautt spjald í liði Juventus á 18. mínútu leiksins. Juventus þurfti því að leika 72 mínútur manni færri í kvöld. Var þetta fimmta rauða spjald liðsins á tímabilinu og ljóst að eitthvað er að pirra leikmenn Ítalíumeistaranna. Staðan var enn 0-1 í hálfleik en á 76. mínútu varð Alex Sandro fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fimm mínútum síðar gulltryggði Martin Caceres 3-0 sigur gestanna. Tapið þýðir að Juve eru enn sjö stigum á eftir toppliði AC Milan þegar bæði lið hafa leikið 13 leiki. Milan með 31 en Juventus með 24. Fótbolti Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar Juventus töpuðu 0-3 gegn Fiorentina á heimavelli sínum í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Dusan Vlahovic kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu og ekki skánaði það þegar Juan Cuadrado fékk rautt spjald í liði Juventus á 18. mínútu leiksins. Juventus þurfti því að leika 72 mínútur manni færri í kvöld. Var þetta fimmta rauða spjald liðsins á tímabilinu og ljóst að eitthvað er að pirra leikmenn Ítalíumeistaranna. Staðan var enn 0-1 í hálfleik en á 76. mínútu varð Alex Sandro fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fimm mínútum síðar gulltryggði Martin Caceres 3-0 sigur gestanna. Tapið þýðir að Juve eru enn sjö stigum á eftir toppliði AC Milan þegar bæði lið hafa leikið 13 leiki. Milan með 31 en Juventus með 24.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti