Vegna villandi umræðu um fæðingarorlof og nálgunarbann Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 20. desember 2020 16:01 Mjög villandi umræða og beinlínis röng, hefur fengið vængi í fjölmiðlum hvað varðar rétt til töku fæðingarorlofs undir nálgunarbanni. Að því tilefni er ég knúin til að rita nokkur orð til þess að leiða umræðuna á rétta braut. Í frumvarpi til nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof, eins og það var lagt fram fyrir Alþingi var í upphafi að finna ákvæði sem hljóðaði á um að þegar annað foreldri lúti nálgunarbanni gagnvart barni sínu og/eða brottvísun af heimili skyldi réttur þess foreldris til töku orlofs samkvæmt lögunum færast yfir til hins foreldrisins. Undir meðferð málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis var vakin athygli á því að vegna þess hvernig framkvæmd sé háttað í málum er varði nálgunarbann væri sjaldgæft að foreldri sætti nálgunarbanni gagnvart ungu barni sínu. Mögulega þyrfti að breyta ákvæðinu á þá leið að einnig féllu undir ákvæðið þær aðstæður þegar foreldri sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu. Rétt skal vera rétt Við þriðju umræðu málsins á Alþingi lagði meirihluti velferðarnefndar fram breytingartillögu sem hljóðar á um að ákvæði þetta nái einnig til þess þegar annað foreldrið sæti nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu. Sú breytingartillaga var samþykkt og gildir því ákvæðið nú um bæði nálgunarbann gagnvart barni og/eða foreldri. Umræða síðustu daga hefur haldið öðru fram og skal það leiðrétt hér. Þessu til viðbótar var með samþykkt breytingartillögunnar sett inn bráðabirgðaákvæði sem hljóðar upp á það að starfshópur verði skipaður á vegum félags- og dómsmálaráðuneyta. Starfshópurinn hefur það verkefni að skoða hvort og/eða hvernig breyta skuli lögum í því skyni að ákvæðið nái markmiðum sínum. Störfum starfshópsins skal ljúka eigi síðar en 1. apríl 2021, með frumvarpi að lagabreytingum verði þess þörf. Með þessari breytingatillögu sem samþykkt var af Alþingi er tryggt að ákvæðið gildir um foreldri sem sætir nálgunarbanni gagnvart barni sínu og/eða hinu foreldrinu. Tilgangur skipunar starfshópsins er að kanna frá öllum hliðum hvort og þá hvernig betur megi skerpa á bæði lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um nálgunarbann í þeim tilgangi að markmiðum og tilgangi beggja laga sé náð með sem bestum hætti. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mjög villandi umræða og beinlínis röng, hefur fengið vængi í fjölmiðlum hvað varðar rétt til töku fæðingarorlofs undir nálgunarbanni. Að því tilefni er ég knúin til að rita nokkur orð til þess að leiða umræðuna á rétta braut. Í frumvarpi til nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof, eins og það var lagt fram fyrir Alþingi var í upphafi að finna ákvæði sem hljóðaði á um að þegar annað foreldri lúti nálgunarbanni gagnvart barni sínu og/eða brottvísun af heimili skyldi réttur þess foreldris til töku orlofs samkvæmt lögunum færast yfir til hins foreldrisins. Undir meðferð málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis var vakin athygli á því að vegna þess hvernig framkvæmd sé háttað í málum er varði nálgunarbann væri sjaldgæft að foreldri sætti nálgunarbanni gagnvart ungu barni sínu. Mögulega þyrfti að breyta ákvæðinu á þá leið að einnig féllu undir ákvæðið þær aðstæður þegar foreldri sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu. Rétt skal vera rétt Við þriðju umræðu málsins á Alþingi lagði meirihluti velferðarnefndar fram breytingartillögu sem hljóðar á um að ákvæði þetta nái einnig til þess þegar annað foreldrið sæti nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu. Sú breytingartillaga var samþykkt og gildir því ákvæðið nú um bæði nálgunarbann gagnvart barni og/eða foreldri. Umræða síðustu daga hefur haldið öðru fram og skal það leiðrétt hér. Þessu til viðbótar var með samþykkt breytingartillögunnar sett inn bráðabirgðaákvæði sem hljóðar upp á það að starfshópur verði skipaður á vegum félags- og dómsmálaráðuneyta. Starfshópurinn hefur það verkefni að skoða hvort og/eða hvernig breyta skuli lögum í því skyni að ákvæðið nái markmiðum sínum. Störfum starfshópsins skal ljúka eigi síðar en 1. apríl 2021, með frumvarpi að lagabreytingum verði þess þörf. Með þessari breytingatillögu sem samþykkt var af Alþingi er tryggt að ákvæðið gildir um foreldri sem sætir nálgunarbanni gagnvart barni sínu og/eða hinu foreldrinu. Tilgangur skipunar starfshópsins er að kanna frá öllum hliðum hvort og þá hvernig betur megi skerpa á bæði lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um nálgunarbann í þeim tilgangi að markmiðum og tilgangi beggja laga sé náð með sem bestum hætti. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar