Þétting byggðar – lýðheilsuvandi framtíðar Una María Óskarsdóttir skrifar 16. desember 2020 11:30 Þegar fólk velur sér framtíðarhúsnæði er að mörgu að hyggja. Stærð, staðsetning, umhverfið og náttúran í kring skiptir þar máli. Mikil þétting byggðar virðist vera leiðarstef fjölmargra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes hafa yfirlýst markmið um þéttingu byggðar. Áberandi er hve nýjar byggingar í þessum bæjarfélögum standa þétt. Íbúðir margra þessara nýju bygginga eru að öllum líkindum án nægilegrar dagsbirtu. Ábendingar sérfræðinga Hinn 31. október sl. skrifuðu þau Dr. Ásta Logadóttir verkfræðingur, Dr. Lárus S. Guðmundsson dósent við HÍ og Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur grein í Kjarnann með yfirskriftinni: Þétting byggðar, lýðheilsa og lífsgæði. Þar fjalla þau í máli og myndum m.a. um mikilvægi birtu, hljóðgæða og umhverfis íbúðarhúsnæðis í nýbyggingum í Reykjavík. Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar segi orðrétt: „Við skipulagningu og hönnun íbúðarbyggðar verði gæði húsnæðisins og nærumhverfis þess í fyrirrúmi. Í því samhengi þarf m.a. að horfa til stærða íbúða fyrir mismunandi fjölskyldugerðir og sambýlisform, birtuskilyrða, hljóðgæða og loftgæða í íbúðum, sem og inngörðum og nærumhverfi húsnæðisins, hæð bygginga og fjarlægða milli þeirra, dýpt húsbygginga og hlutfall útisvæða til leiks og dvalar þar sem sólar nýtur bróðurpart dags.“ Ákvæði í aðalskipulagi Allt frá árinu 1966 hefur verið tiltekið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að við byggingu íbúðarhúsa beri að taka tillit til hnattstöðu landsins og umhverfisaðstæðna. Þrátt fyrir það má auðveldlega sjá að mun þéttar er byggt nú en áður og því ekki farið eftir gildandi samþykktum. Eitt er að þétta byggð og annað að gera það þannig að stuðlað verði að bættri lýðheilsu þeirra íbúa sem þar munu búa og sumir um aldur og æfi. Margir þættir geta haft áhrif á bætta lýðheilsu fólks. Flestir þekkja áhrif hreyfingar, heilsusamlegar fæðu og góðra samskipta á líðan. Nýrri rannsóknir á umhverfi fólks sýna að áhrif birtu og hljóðs skipta einnig miklu máli fyrir svefn og líðan. Umhverfisaðstæður fólks skipta sem sé líka höfuðmáli og skipulagsyfirvöld um allt land ættu að vera meðvituð um staðsetningu íbúðarhúsa, með tilliti til sólarljóss, hávaða og umferðarmannvirkja. Hverjir hagnast á þéttingu? Hvað ræður þéttingu byggðar? Hver tekur ákvörðun um að byggja þétt? Þar sem þétt er byggt nýtur oft ekki nægrar dagsbirtu og hljóðvist er slæm. Er þétting byggðar svo brýn að horft er framhjá mælingum á hljóði og skuggavarpi? Er staðan ennþá svo að sérfræðingar um fyrirkomulag og not bygginga eru ekki fengnir að borðinu? Hér áður bar á því að sérfræðingar íþróttamála voru ekki fengnir til aðstoðar við byggingu íþróttamannvirkja með þeim afleiðingum að aðstaða gat orðið verri en ella. Hvers vegna eru lýðheilsusérfræðingar og sérfróðir menn um hljóðvist, birtu og umhverfi ekki í ríkari mæli fengnir að undirbúningi, skipulagi og hönnun íbúðarbyggða? Eru það fjárhagslegir hagsmunir byggingaaðila eða grandvaraleysi skipulagsyfirvalda sem ráða för? Gott væri að fá svar við þessum spurningum. Fátt um svör Í grein þeirra félaga í Kjarnanum nefna þeir að nýr forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi ekki svarað erindi þeirra þar sem tillögur til úrbóta um bætt regluverk í þágu bættar lýðheilsu almennings eru settar fram. Ekki einu sinni að erindið hafi verið móttekið, þrátt fyrir óskir þar um. Það eru ekki góðir stjórnsýsluhættir. Ég vil taka heilshugar undir nauðsyn bætts regluverks í þágu bættrar lýðheilsu fyrir almenning. Ég vil einnig hvetja almenning og fjölmiðla til þess að skerast í leikinn og fjalla í auknum mæli um betra lýðheilsuskipulag. Þétting byggðar má ekki leiða til þess að lýðheilsa almennings skerðist vegna skipulagsklúðurs. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Heilsa Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk velur sér framtíðarhúsnæði er að mörgu að hyggja. Stærð, staðsetning, umhverfið og náttúran í kring skiptir þar máli. Mikil þétting byggðar virðist vera leiðarstef fjölmargra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes hafa yfirlýst markmið um þéttingu byggðar. Áberandi er hve nýjar byggingar í þessum bæjarfélögum standa þétt. Íbúðir margra þessara nýju bygginga eru að öllum líkindum án nægilegrar dagsbirtu. Ábendingar sérfræðinga Hinn 31. október sl. skrifuðu þau Dr. Ásta Logadóttir verkfræðingur, Dr. Lárus S. Guðmundsson dósent við HÍ og Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur grein í Kjarnann með yfirskriftinni: Þétting byggðar, lýðheilsa og lífsgæði. Þar fjalla þau í máli og myndum m.a. um mikilvægi birtu, hljóðgæða og umhverfis íbúðarhúsnæðis í nýbyggingum í Reykjavík. Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar segi orðrétt: „Við skipulagningu og hönnun íbúðarbyggðar verði gæði húsnæðisins og nærumhverfis þess í fyrirrúmi. Í því samhengi þarf m.a. að horfa til stærða íbúða fyrir mismunandi fjölskyldugerðir og sambýlisform, birtuskilyrða, hljóðgæða og loftgæða í íbúðum, sem og inngörðum og nærumhverfi húsnæðisins, hæð bygginga og fjarlægða milli þeirra, dýpt húsbygginga og hlutfall útisvæða til leiks og dvalar þar sem sólar nýtur bróðurpart dags.“ Ákvæði í aðalskipulagi Allt frá árinu 1966 hefur verið tiltekið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að við byggingu íbúðarhúsa beri að taka tillit til hnattstöðu landsins og umhverfisaðstæðna. Þrátt fyrir það má auðveldlega sjá að mun þéttar er byggt nú en áður og því ekki farið eftir gildandi samþykktum. Eitt er að þétta byggð og annað að gera það þannig að stuðlað verði að bættri lýðheilsu þeirra íbúa sem þar munu búa og sumir um aldur og æfi. Margir þættir geta haft áhrif á bætta lýðheilsu fólks. Flestir þekkja áhrif hreyfingar, heilsusamlegar fæðu og góðra samskipta á líðan. Nýrri rannsóknir á umhverfi fólks sýna að áhrif birtu og hljóðs skipta einnig miklu máli fyrir svefn og líðan. Umhverfisaðstæður fólks skipta sem sé líka höfuðmáli og skipulagsyfirvöld um allt land ættu að vera meðvituð um staðsetningu íbúðarhúsa, með tilliti til sólarljóss, hávaða og umferðarmannvirkja. Hverjir hagnast á þéttingu? Hvað ræður þéttingu byggðar? Hver tekur ákvörðun um að byggja þétt? Þar sem þétt er byggt nýtur oft ekki nægrar dagsbirtu og hljóðvist er slæm. Er þétting byggðar svo brýn að horft er framhjá mælingum á hljóði og skuggavarpi? Er staðan ennþá svo að sérfræðingar um fyrirkomulag og not bygginga eru ekki fengnir að borðinu? Hér áður bar á því að sérfræðingar íþróttamála voru ekki fengnir til aðstoðar við byggingu íþróttamannvirkja með þeim afleiðingum að aðstaða gat orðið verri en ella. Hvers vegna eru lýðheilsusérfræðingar og sérfróðir menn um hljóðvist, birtu og umhverfi ekki í ríkari mæli fengnir að undirbúningi, skipulagi og hönnun íbúðarbyggða? Eru það fjárhagslegir hagsmunir byggingaaðila eða grandvaraleysi skipulagsyfirvalda sem ráða för? Gott væri að fá svar við þessum spurningum. Fátt um svör Í grein þeirra félaga í Kjarnanum nefna þeir að nýr forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi ekki svarað erindi þeirra þar sem tillögur til úrbóta um bætt regluverk í þágu bættar lýðheilsu almennings eru settar fram. Ekki einu sinni að erindið hafi verið móttekið, þrátt fyrir óskir þar um. Það eru ekki góðir stjórnsýsluhættir. Ég vil taka heilshugar undir nauðsyn bætts regluverks í þágu bættrar lýðheilsu fyrir almenning. Ég vil einnig hvetja almenning og fjölmiðla til þess að skerast í leikinn og fjalla í auknum mæli um betra lýðheilsuskipulag. Þétting byggðar má ekki leiða til þess að lýðheilsa almennings skerðist vegna skipulagsklúðurs. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar