Erlent

Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Starfsmenn Hvíta hússins eru ekki fremstir í forgangsröðinni.. og þó.
Starfsmenn Hvíta hússins eru ekki fremstir í forgangsröðinni.. og þó. epa

Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum.

Markmiðið með bólusetningunum í Hvíta húsinu er að koma í veg fyrir veikindi starfsmanna síðustu vikur Trump í embætti, að því er New York Times greinir frá. Til stendur að bólusetja alla starfsmenn Hvíta hússins en fyrstir í röðinni eru háttsettir starfsmenn í innsta hring forsetans.

Það liggur ekki fyrir hversu margir skammtar verða sendir í Hvíta húsið né hversu margra er þörf. Margir sem vinna náið með Trump hafa sagt að þeir muni þiggja bólusetningu en aðrir segjast hafa áhyggjur af því að svo muni virðast sem þeir séu að „svindla sér í röðina“ til að vernda forseta sem hefur þegar smitast af Covid-19 og stært sig af því að vera ónæmur.

Hvíta húsið hefur ekki svarað fyrirspurn frá NYTimes um málið.

Fjöldi einstaklinga sem starfar í byggingunni hefur smitast. Þar má nefna forsetafrúna, starfsmannastjóra varaforsetans Mike Pence og aðrir undirmenn hans.

Þá smitaðist fjöldi í kringum forsetakosningarnar, þeirra á meðal starfsmannastjóri Trump, Mark Meadows, og aðrir ráðgjafar forsetans.


Tengdar fréttir

Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað

Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna.

Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum

Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×