Líkamsræktarstöðvar og sóttvarnir Lars Óli Jessen skrifar 10. desember 2020 16:00 Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun