Fyrsti leikur dagsins er lviðureign Rijeka og AZ. Hefst hann klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport2. Að honum loknum er leikur Tottenham Hotspur og Antwerp á dagskrá. Lærisveinar José Mourinho þurfa allavega stig til að tryggja sæti sitt í 32-liða úrslitum.
Stöð 2 Sport 4
Dundalk fær Arsenal í heimsókn klukkan 17.45. Líkur eru á að Rúnar Alex Rúnarsson verði í marki Arsenal.
Klukkan 19.50 er leikur Dinamo Zagreb og Íslendingalið CSKA Moskvu. Íslendingaliðið á ekki möguleika á að komast áfram.
Golfstöðin
Við hefjum leik snemma á Golfstöðinni en klukkan 07.00 hefst útsending frá DP World Tour-meistaramótinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Klukkan 17.30 er Opna bandaríska kvenna á dagskrá.