Einmanaleiki er vandamál Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:59 Einmanaleiki er skilgreindur sem hin óþægilega tilfinning sem fylgir því að upplifa að félagsþörf manns er ekki mætt. Rannsóknir hafa sýnt að eldra fólk er oftar einmana en einmanaleiki hefur aukist í öllum aldurshópum. Rannsóknir sýna að vaxandi einmanaleiki er hjá ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Kostnaður samfélagsins og einstaklinga er hár vegna einmanaleika og af margvíslegum hætti. Í nýútkominni skýrslu Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk frá október síðastliðnum kemur í ljós að meðal nemenda í 8, 9, 10 bekk hefðu að 39% þeirra upplifað meiri eða aðeins meiri einmanaleika á þessu ári sem nú er að kveðja. Áhrifin eru margvísleg Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks Hvað er til ráða? Hvernig getum við brugðist við þessu vandamáli, nú á aðventunni er auðvelt fyrir þá sem upplifa sig einmana að finnast jólaljósin hjá nágrannanum vera heldur skærari en hann upplifir í eigin ranni, jafnvel svo skær að þau særa. Við sem samfélag getum gert betur með að efla félagslega hæfni fólks með stuðningi og gefa þessu vandamáli athygli. Árið 2018 var sett á laggirnar í Bretlandi sérstakt ráðuneyti einmanaleika. Þar er félagsleg einangrun umtalsvert vandamál. Talið er að einn af hverju sjö íbúum landsins telja sig vera einmana. Það þýðir að tæplega 10 milljónir manna í Bretlandi upplifi sig einmana. Það er líklega of stuttur tími liðin til að meta áhrif þessar aðgerðar en það er öruggt að slík viðurkenning á vandamálinu skipti miklu máli. Árið og faraldur hverfur í aldanna skaut Senn líður þessi erfiði tími undir lok ,en verkefnin eru ærin sem eftir standa við að rétta úr kútnum. Kannski er ekki best að komast á sama stað og áður, heldur á betri stað. Ef okkur tekst að nálgast þetta vandamál þá erum við á betri stað. Við eigum von um aukin samskipti en þeir sem upplifa einmanaleika ganga lengri og þrengri stíg að ná því. Það er þjóðhagslegur ávinningur að ná til þeirra sem upplifa sig einmana því við erum saman en ein í sitt hvoru horninu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er skilgreindur sem hin óþægilega tilfinning sem fylgir því að upplifa að félagsþörf manns er ekki mætt. Rannsóknir hafa sýnt að eldra fólk er oftar einmana en einmanaleiki hefur aukist í öllum aldurshópum. Rannsóknir sýna að vaxandi einmanaleiki er hjá ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Kostnaður samfélagsins og einstaklinga er hár vegna einmanaleika og af margvíslegum hætti. Í nýútkominni skýrslu Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk frá október síðastliðnum kemur í ljós að meðal nemenda í 8, 9, 10 bekk hefðu að 39% þeirra upplifað meiri eða aðeins meiri einmanaleika á þessu ári sem nú er að kveðja. Áhrifin eru margvísleg Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks Hvað er til ráða? Hvernig getum við brugðist við þessu vandamáli, nú á aðventunni er auðvelt fyrir þá sem upplifa sig einmana að finnast jólaljósin hjá nágrannanum vera heldur skærari en hann upplifir í eigin ranni, jafnvel svo skær að þau særa. Við sem samfélag getum gert betur með að efla félagslega hæfni fólks með stuðningi og gefa þessu vandamáli athygli. Árið 2018 var sett á laggirnar í Bretlandi sérstakt ráðuneyti einmanaleika. Þar er félagsleg einangrun umtalsvert vandamál. Talið er að einn af hverju sjö íbúum landsins telja sig vera einmana. Það þýðir að tæplega 10 milljónir manna í Bretlandi upplifi sig einmana. Það er líklega of stuttur tími liðin til að meta áhrif þessar aðgerðar en það er öruggt að slík viðurkenning á vandamálinu skipti miklu máli. Árið og faraldur hverfur í aldanna skaut Senn líður þessi erfiði tími undir lok ,en verkefnin eru ærin sem eftir standa við að rétta úr kútnum. Kannski er ekki best að komast á sama stað og áður, heldur á betri stað. Ef okkur tekst að nálgast þetta vandamál þá erum við á betri stað. Við eigum von um aukin samskipti en þeir sem upplifa einmanaleika ganga lengri og þrengri stíg að ná því. Það er þjóðhagslegur ávinningur að ná til þeirra sem upplifa sig einmana því við erum saman en ein í sitt hvoru horninu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar