Alþingi og utanríkismálin Kristján Guy Burgess skrifar 8. desember 2020 10:31 Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar