„Okkur hefur verið tekið afskaplega vel hérna,“ segir Helgi í þættinum Um land allt á Stöð 2, spurður um mannlífið í Skaftárhreppi.

Þau eru bæði meðal höfunda bókar um Brunasand, sem Sögufélag Vestur-Skaftfellinga gaf út fyrir fimm árum, um yngstu sveit á Íslandi.
„Við erum bara hluti af samfélaginu, held ég,“ segir Helgi.
„Það er kannski ekki víst að öllum finnist það,“ skýtur Þóra Ellen að og hlær.
Helgi svarar að enginn sé að tala niðrandi um fólk úr 101 Reykjavík.

Næstu nágrannar þeirra eru bændurnir á Sléttu, frændurnir Páll Elíasson og Elías Ásgeirsson, þeir einu sem enn stunda hefðbundinn búskap á Brunasandi. Elías er alinn upp í Breiðholtinu í Reykjavík og móðir hans Elín Elíasdóttir, systir Páls, flutti til baka í sveitina úr borginni fyrir nokkrum árum.

Bæði Slétta og Teygingalækur voru stofnuð sem nýbýli frá Hruna. Á Teygingalæk er núna rekin fiskeldisstöð. Rekstrarstjóri hennar er Anna Magdalena Buda, sem flutti frá Póllandi fyrir tólf árum.
Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: