Sigríður og Sjallar utan svæðis Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 4. desember 2020 14:31 Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar