Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2020 11:43 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins Mohsen Fakhrizadeh. Morð hans hefur valdið mikilli reiði í Íran. EPA/Varnarmálaráðuneyti Írans Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. Hassan Rouhani, forseti Íran, er andsnúinn þessum aðgerðum þingsins og segir að þær muni koma niður á pólitískri viðleitni við að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða og draga úr viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu þurfa Bandaríkin að aflétta viðskiptaþvingunum gegn olíuiðnaði og bönkum Íran í byrjun febrúar. Annars verði eftirlitsaðilum vikið Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar vikið úr landi og auðgun úrans verður aukin í 20 prósent. Það dugar ekki í kjarnorkusprengjur en með þeim breytingum gætu Íranar vopnvætt allt sitt úran á mun minni tíma en áður, yrði sú ákvörðun tekin, samkvæmt frétt New York Times. Ákvörðunin í höndum Khamenei Hendur Rouhani eru þó að mestu leiti bundnar. Neiti hann að skrifa undir frumvarpið getur forseti þingsins þess í stað sent það til Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Hann myndi þá taka ákvörðun um hvort frumvarpið yrði að lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hassan Rouhani, forseti Írans. Hann segist mótfallinn frumvarpi þingsins en hefur í raun lítið um málið að segja.AP/Forsetaembætti Írans Jafnvel þó Rouhani myndi skipta um skoðun og skrifa undir frumvarpið, myndi það enda á borði Khamenei og hann myndi taka ákvörðun um það. Þetta kemur í kjölfar þess að Mohsen Fakhrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Íran, var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg landsins. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísraelsmenn um árásina. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Sjá einnig: Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Joe Biden, sem tekur við embætti forseta þann 20. janúar, hefur sagt að hann sé tilbúinn að virkja samkomulagið á nýjan leik og það mjög fljótt eftir að hann sest að í Hvíta húsinu. Fyrst þurfi Íranar þó að fyrst að fylgja skilyrðum samkomulagsins á nýjan leik. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þó óbeint hvatt Biden til að gera það ekki. Morð Fakhrizadeh mun líklegast, hvort sem það var framið af Ísraelsmönnum eða ekki, hafa mikil áhrif á það til hvaða aðgerða Biden getur í raun gripið varðandi Íran. Íranar hafa ávalt haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsömum tilgangi. Fakhrizadeh mun þó hafa stjórnað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins fram til ársins 2003 en þá er sú áætlun talin hafa verið stöðvuð. Leyniþjónusta Ísrael og ráðamenn þar hafa þó haldið því fram að Íranar hafi haldið þróuninni áfram í leyni. Íran Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, er andsnúinn þessum aðgerðum þingsins og segir að þær muni koma niður á pólitískri viðleitni við að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða og draga úr viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu þurfa Bandaríkin að aflétta viðskiptaþvingunum gegn olíuiðnaði og bönkum Íran í byrjun febrúar. Annars verði eftirlitsaðilum vikið Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar vikið úr landi og auðgun úrans verður aukin í 20 prósent. Það dugar ekki í kjarnorkusprengjur en með þeim breytingum gætu Íranar vopnvætt allt sitt úran á mun minni tíma en áður, yrði sú ákvörðun tekin, samkvæmt frétt New York Times. Ákvörðunin í höndum Khamenei Hendur Rouhani eru þó að mestu leiti bundnar. Neiti hann að skrifa undir frumvarpið getur forseti þingsins þess í stað sent það til Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Hann myndi þá taka ákvörðun um hvort frumvarpið yrði að lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hassan Rouhani, forseti Írans. Hann segist mótfallinn frumvarpi þingsins en hefur í raun lítið um málið að segja.AP/Forsetaembætti Írans Jafnvel þó Rouhani myndi skipta um skoðun og skrifa undir frumvarpið, myndi það enda á borði Khamenei og hann myndi taka ákvörðun um það. Þetta kemur í kjölfar þess að Mohsen Fakhrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Íran, var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg landsins. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísraelsmenn um árásina. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Sjá einnig: Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Joe Biden, sem tekur við embætti forseta þann 20. janúar, hefur sagt að hann sé tilbúinn að virkja samkomulagið á nýjan leik og það mjög fljótt eftir að hann sest að í Hvíta húsinu. Fyrst þurfi Íranar þó að fyrst að fylgja skilyrðum samkomulagsins á nýjan leik. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þó óbeint hvatt Biden til að gera það ekki. Morð Fakhrizadeh mun líklegast, hvort sem það var framið af Ísraelsmönnum eða ekki, hafa mikil áhrif á það til hvaða aðgerða Biden getur í raun gripið varðandi Íran. Íranar hafa ávalt haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsömum tilgangi. Fakhrizadeh mun þó hafa stjórnað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins fram til ársins 2003 en þá er sú áætlun talin hafa verið stöðvuð. Leyniþjónusta Ísrael og ráðamenn þar hafa þó haldið því fram að Íranar hafi haldið þróuninni áfram í leyni.
Íran Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01
Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50