Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 16:44 Nýútskrifaðir afganskir hermenn. Ekkert lát hefur verið á árásum Talibana undanfarna mánuði og er mikil áhersla lögð á að ná vopnahléi. AP/Rahmat Gul Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. Samkomulagið felur í sér að frekari viðræður geta nú hafist um mögulegt vopnahlé í Afganistan. Þrátt fyrir að um lítið skref er að ræða og að það hafi tekið samningamennina tæpa þrjá mánuði að taka það og á þeim tíma hefur ekkert lát verið á árásum vígamanna Talibana á stjórnarher Afganistan. Talibanar neituðu að samþykkja vopnahlé þegar viðræðurnar hófust í Doha í Katar. Þeir hafa fjölgað árásum sínum á undanförnum mánuðum, samhliða friðarviðræðum við Bandaríkin til að styrkja stöðu sína fyrir viðræðurnar við ríkisstjórnina. Reuters segir að vopnahlé sé það sem samningamenn ríkisstjórnarinnar muni leggja mesta áherslu á. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji kalla alla hermenn heim frá ríkinu. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að Trump stefni að því að fækka hermönnum í Afganistan um helming. Kalla rúmlega tvö þúsund hermenn heim svo um 2.500 verði eftir, áður en hann lætur af embætti í janúar. Hersveitir annarra ríkja eiga að yfirgefa landið fyrir maí á næsta ári, í staðinn fyrir fyrirheit Talibana varðandi það að þeir styðji ekki við hryðjuverk. Meðal annarra hafa Þjóðverjar varað við því að kalla hermenn of snemma heim frá Afganistan. Slíku þurfi að fylgja ákveðin skilyrði. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af fækkun bandarískra hermanna í Afganistan. Ekki væri hægt að tryggja öryggi þýskra hermanna þar án stuðningi Bandaríkjanna. Þetta sagði hann á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í gær. NATO er með um ellefu þúsund hermenn í Afganistan. Þar af eru flestir frá Evrópu og öðrum aðildarríkjum. Þeir treysta allir á stuðning Bandaríkjanna varðandi birgðaflutninga og jafnvel flótta á þyrlum Bandaríkjanna. Maas sagði að þýskir hermenn ættu alls ekki að vera í Afganistan til frambúðar en brottflutningur þeirra þyrfti að vera í samhengi við friðarviðræður. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28 Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53 Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Samkomulagið felur í sér að frekari viðræður geta nú hafist um mögulegt vopnahlé í Afganistan. Þrátt fyrir að um lítið skref er að ræða og að það hafi tekið samningamennina tæpa þrjá mánuði að taka það og á þeim tíma hefur ekkert lát verið á árásum vígamanna Talibana á stjórnarher Afganistan. Talibanar neituðu að samþykkja vopnahlé þegar viðræðurnar hófust í Doha í Katar. Þeir hafa fjölgað árásum sínum á undanförnum mánuðum, samhliða friðarviðræðum við Bandaríkin til að styrkja stöðu sína fyrir viðræðurnar við ríkisstjórnina. Reuters segir að vopnahlé sé það sem samningamenn ríkisstjórnarinnar muni leggja mesta áherslu á. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji kalla alla hermenn heim frá ríkinu. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að Trump stefni að því að fækka hermönnum í Afganistan um helming. Kalla rúmlega tvö þúsund hermenn heim svo um 2.500 verði eftir, áður en hann lætur af embætti í janúar. Hersveitir annarra ríkja eiga að yfirgefa landið fyrir maí á næsta ári, í staðinn fyrir fyrirheit Talibana varðandi það að þeir styðji ekki við hryðjuverk. Meðal annarra hafa Þjóðverjar varað við því að kalla hermenn of snemma heim frá Afganistan. Slíku þurfi að fylgja ákveðin skilyrði. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af fækkun bandarískra hermanna í Afganistan. Ekki væri hægt að tryggja öryggi þýskra hermanna þar án stuðningi Bandaríkjanna. Þetta sagði hann á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í gær. NATO er með um ellefu þúsund hermenn í Afganistan. Þar af eru flestir frá Evrópu og öðrum aðildarríkjum. Þeir treysta allir á stuðning Bandaríkjanna varðandi birgðaflutninga og jafnvel flótta á þyrlum Bandaríkjanna. Maas sagði að þýskir hermenn ættu alls ekki að vera í Afganistan til frambúðar en brottflutningur þeirra þyrfti að vera í samhengi við friðarviðræður.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28 Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53 Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28
Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53
Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“